Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Side 3

Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Side 3
Lög um tannlækningar. frá 14. júní 1929. A. Skilyrði fyrir tannlækningaleyfi. 1. gr. Rjett til að fara með sjálfstæðar tannlækn- ingar hjer á landi hefir aöeins sá, er fullnægir eftir- farandi skilyrðum: 1. Hefir lokið tannlækningaprófi í tannlæknaskóla, er viðurkendur er af heilbrigðisstjórn rílrisins. 2. Talar og skilur fullkomlega íslenzka tungu. 3. Hefir að afloknu prófi (ef námstími skólans er aðeins 3 ár) verið að minsta kosti eitt ár að- stoðarmaður við lækningar hjá viðurkendum tannlækni hjer á landi, eða á annan hátt aflað sjer álíka þekkingar og reynzlu i tannlækning- um, að áliti heilbrigðisstjórnar. 4. Hefir óflekkað mannorð. Sá, er æskir tannlækningaleyfis, skal færa heil- brigðisstjórn sönnur á, að framangreindum skilyrð- um sé fullnægt. Einnig skal hann undirrita dreng- skaparheit, stílað að fyrirmælum heilbrigðisstjórnar, um að gæta fullrar tannlæknisskyldu í starfi sínu. Sá, er fullnægir fyrsta skilyrðínu, getur haft á hendi aðstoðartannlækningar, og með leyfi land- læknis getur hann um stundarsakir gegnt störfum sjálfstæðra tannlækna i forföllum þeirra. 2. gr. Þeir læknar, sem hafa alment læknisleyfi, mega ekki kalla starf sitt tannlækningar, þótt þeir stundi þær, nema þeir hafi annaðhvort lokið tann- læknaprófi eða einhverju slíku sjerprófi, sem heil- brigðisstjórn metur gilt. í» . -

x

Handbók Tannlæknafjelags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Handbók Tannlæknafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/1517

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.