Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Side 5

Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Side 5
5 vaxið, að það heyri undir hin almennu hegningar- lög. Skulu sektir renna i ríkissjóð. Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal far- ið sem almenn lögreglumál. 9. gr. Verði tannlæknir sannur að sök og dæmd- ur til refsingar fyrir athæfi, er svívirðilegt er að al- menningsáliti, skal hann sviftur rjetti til þess að fara með tannlækningar. 10. gr. Lög þessi ná ekki til þeirra lækna, sem nú stunda tannlækningar, nje heldur til þeirra, sem nú hafa takmarkað tannlækningaleyfi. Lög (nr. 34, frá 23. júní 1932) um breyting á lög- um nr. 7, 14. júni 1929, um tannlækningar. 4. gr. laganna orðist svo: Öllum öðrum en tannlæknum eða þeim, sem tann- lækningaleyfi hafa, er óheimilt að setja gervitennur og tanngarða i menn. Þetta nær ekki til lækna, ef þeir sanna fyrir heilbrigðisstjórninni, að þeir hafi aflað sjer nægilegrar þekkinar i þessari grein. Heim- ilt er og dómsmálaráðherra, með samþykki land- læknis, að veita mönnum, er lokið hafa tannsmíða- námi, leyfi til að setja gervitennur og tanngarða í menn í samráði við hjeraðslækni í þeim hjeruðum, sem eru tannlæknislaus. Sjá ennfremur: Lög nr. 47, frá 23. júní 1932, um lækningaleyfi, um rjettindi og skyldur lækna og annara, er lækn- ingaleyfi hafa, og um skottulækningar. (Sjá Stjórnartíðindi A. 2. 1933). Umsókn um tannlækningaleyfi. (Stílist til dómsmálaráðuneytisins í Reykjavik). Sjá Handbók Tannlæknafél. Islands 1933. Vottorð. Sjá Handbók Tannlæknafél. Islands 1933.

x

Handbók Tannlæknafjelags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Handbók Tannlæknafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/1517

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.