Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Page 20

Handbók Tannlæknafjelags Íslands - 01.07.1934, Page 20
20 ikstúlku eða aðstoðarmann) sem vitni við deyf- ingar eða ef hætta er á að sjúklingur falli í ómegin. 3. Skrifið nafn og heimilisfang sjúklings (ef þið þekkið hann ekki persónulega), áður en aðgerð byrjar, sem sársauki fylgir, svo að hægt sje að fylgja honum heim, ef út af ber. 4. Farið varlega með eiturlyf, svo óvitar nái ekki í þau og gætið þess, að sterk lyf, sem brenna (ætsa) snerti ekki varir eða slimhimnur munnsins. 5. Farið varlega með eldfim efni — einkum i nánd við sjúklinga: Æther, chloræthyl, spiritus og ben- zín. — Notið ekki þessi efni og hafið þau ekki nálægt, er þið „cauteriserið“. 6. Hafið góðar gætur á injectionsnálum. Endurnýið þær sem oftast og notið ekki mjög stökkar nálar, til þess að forðast að þær brotni meðan á devf- ingu stendur (einkum stofndeyfing). 7. Sjóðið nálar og deyfingardælur í hreinu vatni — ekki í sama sterilisator og önnur verkfæri. Efni, sem látin eru i suðuvatn, til þess að verjast riði, geta haft áhrif á deyfingarvökva. 8. Notið ætíð skarpa bora og excavatora og önnur skerandi verkfæri. Þess betri árangur, þess minni sársauki. 9. Opnið ekki Vulcanisator fyr en þið hafið hleypt út gufuþrýstingnum öllum. 10. Smyrjið oft og hirðið rækilega allar vjelar, sem þið notið. 11. Hafið bókhald yðar jafnan í góðu lagi. 12. Fylgist vel með í ölíum breytingum og framför- um i starfsgrein yðar. („Incidents et accidents de la pratique journaliére"). Ýmislegt. Púls (slög á mínútu). Við fæðingu ...................... Á fyrsta ári .................. Á sjöunda ári .................... 130—150 100—130 72— 90

x

Handbók Tannlæknafjelags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Handbók Tannlæknafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/1517

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.