Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 4

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 4
VÍÐSJÁ Unga fólkiS. I einu dagblaða Reykjavíkur var fyrir skömmu skýrt frá því í grein, með feitletraðri fyrirsögn, að rússneskur æskulýðúr hafi verið tekinn til bæna af útvarpinu í Moskvu og Pravda, mál- gagni stjórnarinnar í Rússlandi. í upphafi grein- arinnar segir svo orðrétt: Það gengur víða bölvanlega með ungdóm- inn, sem alltaf virðist fara versnandi eins og heimurinn samkvæmt orðtakinu. Það eru ekki aðeins við Islendingar, sem horfum áhyggjufullir og ráðþrota á framferði ungl- inganna — þetta virðist ekkert betra austur í Rússlandi þrátt fyrir hið markvissa áætlun- aruppeldi þar. Inngangsorð þessi, sem án efa eru rituð af ráð- settum blaðamanni, sem horfir með skelfingu á arargrúa eigin fréttasamtínings um óhöpp, slys og ógæfuverk unglinga hér á landi, minna mann ósjálfrátt á ljóðlínur úr kvæði eins af höf- uðskáldum þjóðarinnar: sjá heilbriða tréð vera höggvið og brennt, en hirt það visna? Það þekkjum vér tvennt. — Það er án efa full ástæða til að horfa áhyggju- fullur og ráðþrota á slæmt framferði lítils hluta íslenzkra unglinga þ.e. þess hluta, sem dagblöðin helga einna mest rúm með frásögnum sínum um afbrot og alls kyns óknytti. Minna er skrifað eða rætt um hinn stóra hóp æskumanna og kvenna, sem eru þjóð sinni til sóma í orði og verki. Það er hinn stóri hópur, framtíðarkjarni þjóðarinn- ar), sem vinnur afrek sín á sjó og í landi i kyrrþey. Kjarkmikil sjómannsefni, völundasmið- ir, velgefnir námsmenn, bændasynir og tápmikl- Útgef.: Samband ungra Sjálfstæðismanna Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON ar stúlkur, búa sig undir að taka við því þjóðar- búi, sem er í stöðúgum vexti. Hlutur sérhvers Is- lendings í þeirri andlegu og efnislegu uppbygg- ingu er misjafn, en öllum á að vera sameigin- legt að vilja leggja fram, sem drýgstan skerf, með góðri nýtingu eigin hæfileika á þeim svið- um, sem bezt henta íslenzkum þjóðfélagsaðstæð- um. Menntun og skólakerfi Eldri kynslóðin hlýtur að ráða miklu um, hvernig búið er að æsku landsins og hver verða hennar framtíðar tækifæri á voru landi. Það get- ur vart talist skynsamlegt að hvetja unga og efnilega námsmenn til að leggja út í dýrt og mikið nám, ef menntun þeirra nýtist eigi sem skyldi. Islenzkir atvinnuhættir þola ekki nema ákveð- inn fjölda hámenntaðra manna, eins og bezt sézt m.a. á því, að það sem af er þessu ári, munu um 18 verkfræðingar hafa flutzt af landi brott. vegna ófullnægjandi vinnuskilyrða. A sama tíma er mikill fjöldi íslenzkra námsmanna við verk- fræðinám í Háskóla íslands og erlendis. Hið furðulega í menntun unga fólksins birtist síðau í því, að íslenzkt atvinnulíf vantar tæknimennt- aða menn eins og iðnfræðinga, menn, sem standa nær hinum daglega rekstri fyrirtækjanna. — Er- lendis er talið eðlilegt að móti hverjum 1 verk- fræðingi sé nokkur fjöldi iðnfræðinga. Hjá okk- ur er hlutfallið öfugt, þ.e. 1 iðfræðingur á móti 2 STEFNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.