Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 5
um 8 verkfræðingum. f Hollandi eru 8 iðfræð-
ingar fyrir hvern verkfræðing.
Skólakerfi landsins er mjög í ósamræmi við
raunverulegar þarfir íslenzkra atvinnuvega.
Framhaldsskólakerfið er við það eitt miðað, að
uppgötva afburðanámsmenn með það fyrir aug-
um að troða í þá bóklegum vísdómi í mennta-
og háskólum. [ fáum orðum sagt — skólakerfið
er byggt upp í {)águ æðri menntunar, sem er í
sjálfu sér æskilegt markmið, en getur farið út
í öfgar, svo sem hér á sér stað. Hin almenna
menntun er góð að ákveðnu marki, en nauðsym
legt er, við nútíma atvinnuhætti, að hún beini
unglingunum inn á ákveðnar sérbrautir, sein
hafa hagnýta þýðingu. Miðað við uppbyggingu
atvinnulífsins og þær takmarkanir, sem það setur
sjálft um stöðuval er freistandi að láta sér koma
til hugar að æskilegt væri að koma því þannig
fyrir, að ákveðinn hluti af námstíma færi í
verklega vinnu t.d. í hraðfrystihúsum, iðnfyrir-
tækjum, á bátum og togurum og við landbúnað-
arstörf. Það er álit margra, að að ósekju mætti
stytta hið bóklega nám, og fækka kennurum.
Við það sköpuðust möguleikar á því að bæta
kjör þeirra kennara, sem eftir yrðu við kennslu-
störf, og námsleiði langskólagenginna unglinga
minnkaði.
Hlutverk prestanna.
Oft er rætt um, að prestar gegni veigaminna
hlutverki með þjóðinni en fyrrum, og að áhrif
þeirra til hins betra séu óveruleg og stéttin þarf-
lítil. Hið neikvæða álit á prestastéttinni hefui
náð slíkri útbreiðslu með þjóðinni, að jafnvel
suniir prestar eru sjálfir farnir að trúa á þýð-
ingarleysi embættisins.
Kemur það m.a. fram í því, að ýmsir hinna
yngri presta afsaka opinherlega í blöðum getu-
og hæfileikaleysi sitt eða hugmyndafátækt, með
því að illa sé búið að þeim hvað híbýli snertir.
Segjast þessir ungu kennimenn þurfa aka óra-
leiðir til að sinna brauðum sínum, t.d. frá
Reykjavík austur um sveitir. Telja þeir sig varla
komast í snertingu við sóknarbörn sín milli
þess sem þeir messa, á sunnudögum og sitji
síðan aðgerðarlitlir í höfuðborginni.
Til lítils er prestsmenntunin, ef engin fórnfýsi
fylgir hinu göfuga starfi, og léttvæg sú afsökun.
að híbýlaskortur standi í vegi fyrir eðlilegri
starfsútrás þessara þjóna Drottins.
Fagurt fordæmi öðrum prestum, sérstaklega
hinum yngri, gefur ungur prestur, er býr í ná-
grenni Reykjavíkur, séra Bragi Friðriksson. —
Hann hefur með ötulleik, vinnu og ósérhlífni
komið á fót tómstundaiðju fyrir unglinga i
Reykjavík. Eru aðeins nokkur ár síðan hann hóf
þessa starfsemi á vegum Reykjavíkurbæjar.
Hefur hún borið ríkulegan ávöxt, og taka ár-
lega nokkur þúsund unglinga þátt í hinni fjöl-
breyttu og þroskandi tómstundaiðju. En séra
Bragi lætur eigi staðar numið, þar sem starfi
hans lýkur hjá Reykjavíkurbæ, heldur vinnur
hann í tómstundum sínum við að leiðbeina oa
aðstoða unglinga þess hverfis, sem hann býr í
við íþróttir og aðra leiki.
Starf hans og hugsun gengur út á að styrkja
og örva unglingana til dáða, auka manndóm
þeirra. Það er í slíku verki, nánum tengslum
við fólkið sjálft, utan embættisverka, sem starf
prestanna hlýtur að vera fólgið. Sem sannir
þjónar kristninnar hljóta þeir að vinna í kyrr-
þey og ekki sækjast eftir veraldarauði, né blanda
sér inn í stjórnmáladeilur og þras. Hlutverk
prestanna er mikið, ef þeir finna köllun sína
og starfa í samræmi við breytta þjóðfélagshætíi,
sem krefjast nýrra starfshátta í útbreiðslu hins
góða úr kristindómnum. Islenzkur æskulýður,
störf hans og vandamál, hlýtur að vera girnilegt
viðfangsefni fyrir verðandi andlega leiðtoga.
UtgerSin og fjárfesting.
Mörgum verður nú tíðrætt um vandamál út-
STEFNIR 3