Stefnir - 01.11.1960, Síða 6

Stefnir - 01.11.1960, Síða 6
gerðarinnar. Aflaleysi, lánsfjárskortur, verð'hrun á erlendum mörkuðum og dýr framleiðslutæki auka á erfiðleika 'þessarar þýðingarmiklu at- vinnugreinar. Vandamál útgerðarinnar er vanda- mál allrar þjóðarinnar, og því skiljanlegt, að mörgum þyki dökkt framundan. Allgóð afkoma iðnaðarins og landbúnaðarins vegur hér nokkuð á móti þannig að sæmileg lífskjör almennings eru tryggð, en úrslitum um enn hetri lífskjör ræður rekstursafkoma útgerðarinnar og fiskiðn- aðarins. Það er tilgangslaust og óhyggilegt að loka augunum fyrir þessari staðreynd, hvað sera líður öllum skoðanamun á rekstri einstakra fyrirtækjia innan þessarar atvinnugreinar. Unnt er að ráða við sum vandamál útgerðarinnar, önnur ekki. Aflaleysi er óviðráðanlegt, hversu vel sem sjómenn okkar sækja miðin. Ur láns- fjárskortinum má bæta með sparnaði og ráð- deildarsemi á fjármunum þjóðarinnar. Hagsýni í innkaupum báta, togara og framleiðslutækja er okkur í sjálfsvald sett. Er komið hér að við- kvæmu atriði, en það eru kaup hinna fimm nýju togara, sem hver um sig kostar um 40 milljónir króna eða siamtals 200 milljónir kr. Mun sú upphæð litlu lægri, en áburðar- og sementsverksmiðjan kostuðu til samans. Að vísu á öðru og hærra gengi. En fyrir 200 milljónir króna hefði t.d. mátt kaupa 36 150t báta, eða reisa 40 5 milljóna króna niðursuðuverksmiðjur, en slíka verksmiðjustærð taldi einn af fremstu niðursuðusérfræðingum Noregs, hr. Sundt Han- sen, hentuga íslenzkum aðstæðum. Sundt Hansen dvaldi hér í tvo mánuði s.l. vor og kynnti sér niðursuðuiðnað Islendinga, og taldi mjög góð skilyrði fyrir aukningu slíks iðnaðar, sérstaklega með meiri og betri nýtingu Faxasíldarinnar með aukinn útflutning fyrir augum. Samkvæmt norskum upplýsingum um niðursuðuiðnað þar í landi er þriggja ára nettó verðmætisaukning við vinnslu jafnmikil og upphafleg fjárfesting í vélum og verksmiðjuhúsnæði. Þessu er varpað hér fram vegna þess, að fyrír- sjáanlegt er, að smábátaútvegur hlýtur að eiga stöðugt meiri framtíð fyrir sér vegna útvíkkunar landhelginnar, en smábátaflotinn myndi einmitl afla bezta fiskjarins fyrir hraðfrystihús og nið- ursuðuverksmiðj ur framtíðarinnar. Togamrnir þurfa að sækja lengra á mið, og eft- ir því sem þeir stækka, verður útivistin lengri og fiskurinn óumflýjanlega lakari til vinnslu. Er það skoðun margra, að togaraútgerðin eigi sér litla framtíð hér á landi, enda einfalt reiknings- dæmi, að arðbæri 40 milljón króna togara er neikvætt miðað við núverandi aðstæður, jafnvel þótt þeir öfluðu sæmilega. Afskriftir á slíku skipi eru minnst 2 millj. kr. á ári. Miðað við aíla- brögð! nú eru brúttótekjur nýju togaranna um 700.000 á mánuði eða jafnvel minni á eða urn 8,4 milljónir kr. á ári, samkvæmt því, sem for- stjóri einnar togaraútgerðar skýrði nýlega frá. Mun varlega áætlað, að rekstarartap, afskriftir ekki meðreiknaðar, á hinum nýju skipum sé 2—300.000 kr. á mánuði eða 2,4—3,6 milljónir á ári eða neikvæð rekstursútkoma sem svarar einu 150 tonna bátsverði. Þetta er lauslega dreg- in mynd af afkomuhorfum þessara nýju skipa, en því miður of nærri sanni. Það þýðir eigi að krefjast meiri afla af skipstjóra og áhöfn, þótt ski])in stækki. Aflinn eykst ekki í sama hlutfalli. Þær þúsundir manna, sem byggja afkomu sína á útgerð og fiskiðnaði og þjóðin öll vonar, að úr aflaleysinu rætist, jafnframt því sem fólkið hlýtur að vænta skilnings á vandamálum þessa atvinnuvegar hjá þeim, sem ráða stefnunni í peninga- og lánsfjármálum. Þý'ðing jiskiSnuSarins. Islenzkur fiskiðnaður er hinn eini raunveru- legi stóriðnaður á fslandi. Hagstæð markaðs- þróun fram á síðustu ár, dugnaður forustumanna sjávarútvegsins, sjómanna og þeirra, sem úr afl- anum vinna, hefur tryggt grundvöll þessa mikla 4 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.