Stefnir - 01.11.1960, Side 7

Stefnir - 01.11.1960, Side 7
iðnaðar, en erlendir markaðir ráða endanlega hvort íslendingar njóta góðs afraksturs hinna fullkomnu tækja fiskiðnaðarins. Þessum iðnaði og öðrum útflutningsatvinnu- greinum hafa ekki verið búin nægilega góð skil- yrði til að fylgjast með erlendum mörkuðum, þ.e. með gjörðum keppinautanna og þeim miklu breytingum, sem nú eiga sér stað í heimsvið- skiptunum. Tilkoma nýrra markaðsbandalaga hefur haft í för með sér ný og breytt viðhorf, svo sem hvernig vinna skuli að þessum málum. Fyrirtæki innan sömu framleiðslugreinai mynda með sér samtök innanlands og erlendis um sölu- og framleiðslu. Við það batnar sam- keppnisaðstaða viðkomandi fyrirtækja til muna. Stöðugt meiri áherzla er lögð á söluna. Fram- leiðslutæknin er komin á það stig, að aðalvanda- málið er að selja vöruna sem skjótast. Sjálf- virknin við framleiðsluna hefur haft hér úr- slitaþýðingu. HarSnandi samkeppni. Á nútíma markaði er samkeppnin hörð um hylli neytendanna. Neyzluvörur eru auglýstar í útvarpi, sjónvarpi og blöðum undir ákveðnum vörumerkjum, er tákna vörugæði, jafnframt því sem umræddar vörur séu ódýrar. Erlendir fram- leiðendur fylgjast með mörkuðúnum og hafa áhrif á þá. Þeir, sem ekki gera hið sama, hljóta óhjákvæmilega að dragast úr. Fyrir íslendinga, sem eiga góð lífskjör undir því, hversu vel tekst um sölu sjávarafurða hefur það mikla þýð- ingu hvernig erlendir keppinautar haga sér í samkeppninni. Spurning er hvort ekki sé unnt að leggja útflutningsatvinnuvegum okkar meira lið í markaðsmálum, en einstaklingar, fyrirtæki og sölusamtök íslenzkra framleiðenda hafa bol- niagn til. Mörgum vex í augum hinn umfangs- mikli rekstur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sölusambands íslenzkra fisframleiðenda og Út- flutningsdeildar S.Í.S. Vilja þeir hinir sömu setja fyrirtækjum þessum þrengri skorður og jafnvel grípa til ráðstafana, sem myndu stórlega rýra starfsaðstöðu þeirra. Slíkur hugsunarhátt- ur byggist á mikilli fáfræði um þróun markaða, ekki aðeins í vestrænum löndum, heldur einnig í Sovétríkjunum og víðar. Skynsamlegra væri, að allir velviljaðir menn sem vilja hag þjóðarinnar betri, hugleiddu hvort ekki mætti leggja meira fram til eflingar sölu sjávarafurða t.d. með kerfisbundnum markaðs- athugunum, sem unnar yrðu af sérmenntuðum mönnum. Tímabært er, að íslendingar festi fé í markaðsstofnun, sem ynni að því ár frá ári að kanna þarfir væntanlegra kaupenda sjáavaraf- urða erlendis og á grundvelli slíkra athugana væri ráðist í fjárfestingarframkvæmdir, en ekki öfugt eins og tíðkast hefur til þessa. Ma rkaSsathuganir. Sérhvert riki sem byggir afkomu sína á við- skiptum við önnur lönd, hefur komið sér upp sínu eigin markaðsathugunakerfi. Flest hafa markaðsstofnanir, þar sem sérmenntaðir menn starfa, en þeir vinna úr þeim upplýsingum sem aflað er og láta síðan útflutningsfyrirtækjum í té niðurstöður athuganna sinna. Stofnanir þessar gera ómetanlegt gagn. Hérlendis munu öll hlið- stæð ujiplýsingasöfnun vera í mjög lausum skorð- um. Við stöndum frammi fyrir harðnandi sam- keppni á heimsmarkaðnum. Tímabært er að vaknað sé til meðvitundar um, að fjárfesting í vélum og tækjum er ekki einhlýt leið til betri lífskjara. Hin þýðingarmesta er nú efling söl- unnar, en hún krefst aukins fjármagns, betra skipulags og fleiri hæfra manna. Væri ekki óeðlilegt að ríkið ásamt útflytjendum og helztu samtökum atvinnuveganna tæki upp svipað sam- starf um lausn þessa máls og tíðkast í nágranna- löndum vorum. G.H.G. STEFNIR .3

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.