Stefnir - 01.11.1960, Side 10

Stefnir - 01.11.1960, Side 10
..L'aggresseur, c’est l’autr.“ — Árásamaðurinn, það er hinn. Við höfum heyrt orðin, nú skulum við kanna athafnirnar. Á árunum 1918—21 háði hið friðelskandi Sovét-Rússland árásarstríð gegn Finnlandi, Eisc- landi, Lettlandi, Lítháen, Póllandi og lýðveldinu Mongólíu. — Eftir þessi byrjunarbrek i utan- ríkismálum tók það Sovétrikin 10 ár að brjótast út úr hinni alþjóðlegu, pólitísku einangrun. Þetta gerðist raunar í mörgum og klækilegum áföngum, og skulu hér nokkrir nefndir til fróð- leiks, þótt fljótt sé yfir sögu farið. — Árið 1922 báru Sovét-ríkin fram afvopnunartillögur í Genf. Sama ár kvöddu íþau saman afvopnunarráð- stefnu baltnesku ríkjanna í Moskvu. — Friðar- sóknin mikla var hafin. Árið 1927 tóku þau þátt í Briand-Kellogs samningunum, og árið 1931 undirrita þau í Geuf ekki-árásarsamninga. Ekki verður þessi saga rakin án þess að geta eins manns, mikils geranda í utanríkispólitík Rússa um áratugi, Maxims Maximowijtsch Lit- winow — öðru nafni gyðingsins Meier Mois- sjewitsch Wallachj. Hann fæddist 17. dag júlí- mánaðar árið 1896 í Bialystock. Var hann snemma byltingarsinni og gekk í flokk sosíal- demokrata. Gerður var hann landrækur árið 1902 og kynntist Lenin í útlegð. Til fanga var hann tekinn árið 1908, og fannst þá á honum nokkuð af þeim seðlum, sem Stalin hafði rænt í bankainnbroti suður í Tilsit. í Frakklandi dvaldi hann, en Frökkum geðjaðist ekki nærvist hans og fluttu hann úr landi. Þá fór hann til Lundúna, kynntist þar Ivy nokkurri Low, dóttur kunns blaðamanns, og kvæntist henni árið 1917. Árið 1918 mátti hann flæmast frá Bretlandi fyrir njósnir og hélt þá heim til Rúss- lands, enda var þar skortur á málakunnandi mönnum í utanríkisþjónustunni. Varð hann að- stoðarmaður Tschitscherins utanríkisráðherra og eftirmaður hans árið 1930. — Fyrsti stórsigur Litwinows á alþjóða vettvangi var sá, er honurr. tókst að auka áhrif Rússa á gang alþjóðamála með Roosevelt-Litwinow-samningunum árið 1933, sem leiddu til þess, að stjórnmálasamband var að nýju tekið upp á milli Bandaríkjanna og Sovét-ríkjanna. Rússar halda úr þessu áfram að koma ár sinni fyrir borð. Rússland gengur árið 1934 í Þjóðabandalagið. Litwinow gerir varnarbandalagssamninga við Benes í Tékkóslóvakíu og Laval í Frakklandi. Antony Eden fer til Moskvu og tekur í hönd Stalíns. Litwinow segir: „Friðurinn er ódeilan- legur.“ Kommísararnir drekka skál Georgs V. Bretakóngs, og rússneskir kommar og brezkir kóngsvinir kyrja í ljúfum kór: „God save the king.“ Rétt er að undirstrika það, að á þessum árujn ráku Rússar pólitík friðarins, því að þeir töldu sér slíka stefnu hagkvæma. Þetta var tímabil undirbúningsins. Tími árásarinnar var ekki kominn. Spádómar Manuilskys voru virtir, -— Sovét-ríkin voru enn ekki nægilega sterk, — borgararíkin ekki nægilega sundurþykk. Það var beðið átekta. — 1 þessu millibilsástandi var notazt við nýjar kennisetningar. Nú kom til sögunnar orðagjálfrið um „Co-existens“, samlíf ólíkra þjóðfélagskerfa. Lenin og Stalin höfðu prédikað lexíuna um ódeildan heim, en heim, þar sem kommúnistar væru allsráðandi, og höfðu þeir jafnan hafnað því sem firru, að sósíalistísk og borgaraleg ríki gætu til frambúðar lifað ’hlið við hlið í friðsam- legri sambúð. — En nú þótti annað þénanlegra, — og þess skulu menn gæta, að rússnesk utan- ríkispólitík, og ekki síður utanríkispólitík Sovét- Rússlands, hefur jafnan verið mjög sveigjanleg. Litwinow var mikill formælandi þessarar nýju stefnu. Þegar ’hann hélt ræðu við inngöngu Sovét-ríkjanna í Þjóðabanalagið, sagði hann: 8 STEFNIR

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.