Stefnir - 01.11.1960, Page 11

Stefnir - 01.11.1960, Page 11
Fransk-rússneskar viðræður í í Moskvu árið 1935. — Frá vinstri sjást: Litvinov, Molo- tov, Potemkim, Stalin og Laval í einkaskrifstofu Stalins! „Hvað viðvíkur Co-existens, íriðsamlegu sam- lífi mismunandi þjóðfélagskerfa, þá höfum við ítrekað mælt með því á ákveðnu stigi þróunar- sögunnar.“ í dag vitum við ósköp vel, hvað rússnesku imperialistarnir eiga við með „Co-existens- kenningunni.“ Rússa-lexikonið dregur heldur enga dul á inntak orðsins. Þar segir á blaðsíðu 314: „Co-existens tveggja kerfa þýðir ekki co- existens tveggja hugmyndakerfa. Sovét-þjóðirnar eru sannfærðar um framtíð sósíalismans, komm- únismans. — Kenningin um þjóðfélagslega fram- vindu hlýtur að ná tökum á milljónum manna.'1 Stefnan „co-existens“ er sem sagt ráðlögð vegna þess, að „auðvaldsþjóðfélögin eru sögulega dæmd til dauða.“ Það kann vissulega að vera vandfundinn leik- ur gegn klækibragði kommúnista með co-existens- fjasinu, en mergur máls er það þó, sem eins gott er að sem flestir lýðræðissinnar geri sér ljósan, að co-existens-áróðurinn er ein beinasta leiðin til sjálfseyðingar lýðræðisríkjanna. í skjóli áróðurs þessarar kennisetningar geta Rúss- ar rekið taumlausan vígbúnað og gereytt hverri frjálsri jrjóð af annarri. Þannig endaði það i Norður-Kóreu, Indó-Kína, Ungverjalandi og Tíbet. Þetta kerfi afvopnar aðeins lýðræðisríkin og hindrar þau í lífsnauðsynlegri aðstoð við nauðstaddar bræðraþjóðir. Kreml-höfðingjunum er þetta kerfi einvörðungu kærkomið vopn til þess að dreifa fyrirstöðulítið eitri sínu um allar jarðir hins frjálsa heims. I þessu ljósi verður sagan að skiljast. — Það var í nafni „co-existens“ og friðarvilja, að utan- ríkismálaráðherra Estlands var kvaddur til Moskvu haustið 1939 og látinn undirrita samn- inga um gagnkvæma aðstoð. Og skömmu síðar fengu Lettland og Lítháen sömu útreið. I fram- kvæmd þýddi þessi co-existens það, að Rússar fengu flotabækistöðvar í hafnarbæjum þessara landa, og rauði herinn marséraði inn í þau að Hitler ásjáandi og aðgerðarlausum. En gríman féll. Litwinow samdi við Ribben- trop. Það hafði tekizt að kljúfa hinn borgara- lega heim, Rússar voru vígbúnir. Það hafði verið sáð í akurinn og uppskeran skyldi hirt. Linnar áttu að vera fyrsta herfangið. Rússar hugðust beita þá sömu brögðum og baltnesku ríkin. Hinn 30. nóv. 1939 réðust þeir frá þrem hliðum að Finnlandi, og til frekari áherzlu var gerð voldug loftárás á Helsingfors. — Styrkleika- hlutföllin voru ójöfn, Rússar 180 milljónir, en Finnar 3,7 milljónir og ólíkt ver vígbúnir. Eitt mesta herveldi veraldar og eitt verst vígbúna ríkið áttust við. — Að því sinni bar frelsið hærri STEFNIR 9

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.