Stefnir - 01.11.1960, Síða 13

Stefnir - 01.11.1960, Síða 13
yggi Evrópu 1954, og 1956 samþykkir æðstaráð Sovét-ríkjanna áskorun um bann við atómvopn- um. í Stokkhólmi stofna Rússar til friðarhreyf- ingar og hleypa af stokkum alþjóðlegri undir- skriftarsöfnum til smölunar á meðreiðarliði sínu. I sama mund halda þeir áfram landvinninga- pólitík sinni. Fyrsta fórnarlambið er Norður- Kórea. Síðar kemur röðin að Indó-Kína, og loks er ráðizt inn í Tíbet og háð gereyðingar- stríð gegn þeirri fátæku, en frjálshuga þjóð. — Friðarsinnar gerast og herskáir í tali. — Tékk- neski rithöfundurinn Frantisek Kubka segir í útvarpinu í Prag árið 1951: „Við munum berja stríðsæsingamennina til dauða með friðnum!“ Og 'þegar Búlgarinn Kizil undirskrifar Stokk- hólms-ávarpið, gerir hann þessa grein fyrir undirskrift sinni: „Það verður að berjast fyrir friðnum, ég und- irskrifa þetta sökum þess, að ég er ekki aðeins friðarsinni, heldur vopnaður friðarhermaður.“ En það má ekki spenna bogann of hátt, og það getur líka verið hagkvæmt að breyta til um starfsaðferðir. Stalin er fallinn frá. Hið sögulega 20. flokks- þing kommúnista er haldið, og Nikita Krustjoff gerir í orði kveðnu upp sakirnar við Stalin- ismann. Hann ásakar Stalin fyrir eftirtalda glæpi: 1. Fjöldamorð saklausra borgara á árunum 1936—’38. 2. Morð barna í flokkshreinsununum. 3. Morð bæði Jagodas og Jeschows, yfirmanna leynilögreglunnar. 4. Morð á Kírof formanni flokksins í Lenin- grad. 5. Þvingun Ordsohonikids ráðherra til sjálfs- morðs. 6. Aftöku Wosnessensky áætlunarstjóra ríkis- ins án dóms og laga. „Við vöxum upp undir íána Lenins or Stalins.“ Áróðursspjald um bamauppeldi í Sovétríkjunum í kringum 1930. 7. Líflát þriggja fjórðu liluta þátttakenda í 17. flokksþinginu árið 1934. 8. Aftöku 5000 beztu liðsforingja rauða hers- ins í sambandi við Tchuarschewskij-réttar- höldin árið 1937. 9. Flótta frá Moskvu í stríðinu af ótta við Þjóðverja. 10. Að takast á hendur æðstu herstjórn Rússa í ófriðnum, verandi svo fáfróður, að hann varð að fylgjast með gangi ófriðarins á skólalandabréfi, sökum skorts á kunnáttu í meðferð hernaðarlandabréfa. 11. Að hafa verið haldinn slíku stórmennsku brjálæði, að hann hafi látið gera fjölda líkneskja af sjálfum sér í garði sínum til eigins augnayndis. 12. Að lítillækka og auðvirða sjálfan Krúsjoff með því að láta 'hann dansa ukrainska dans- inn „gopak“ fyrir erlendum gestum. Margar eru þær ávirðingarnar Stalins, en þó misþungar. STEFNIR 11

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.