Stefnir - 01.11.1960, Page 14

Stefnir - 01.11.1960, Page 14
Það athyglisverða við þessa tímamótaræðu í heimi kommúnista er. að Krúsjoff deilir á Stalin persónulega, en ekki stefnu Stalins, hvorki í innanlands- né utanríkismálum, enda var Krús- joff Stalin algerlega samábyrgur um stefnuna og gat raunar fyllilega jafnazt á við Stalin í grimmdarlegri framkvæmd hennar, eins og þeg- ar hann sem æðsti ráðamaður í Ukraníu lét 5 milljónir bænda svelta í hel á árunum 1930—’32 vegna andstöðu þeirra við samyrkjubúskapinn. Það sem gerzt hefur í Rússlandi við valda- töku Krjúsjoffs er ekki stefnubreyting, heldur aðeins mannaskipti við stjórnvölinn og að nýj- um vinnubrögðum er beitt. Ljósasta dæmið urn óbreytt eðli Sovét-kommúnismans eru aðfarirnar í Ungverjalandi árið 1956. Krjúsjoff sá, að hverju stefndi í Ungverja- landi. Breyta þurfti um stjórn, bæði vegna ástandsins innanlands og einnig sökum þess, að Krúsjoff var þessa stundina að reyna að vingast við Tító til að styrkja aðstöðu sína. Rákosy var látinn fara frá, en í stað þess að fela Nagy stjórnarforystuna, voru völdin fengin í hendur Gerös, aðstoðarmanns Rákosys. Tító lagði bless- un sína yfir þetta. Og Gerö kom einmitt beint frá Belgrad, er hann hélt sína annáluðu ræðu 23. okt. 1956, sem öllu hleypti í bál og brand. Það er ekki fyrr en 24. okt., þegar Rússar hafa ráðizt með her inn í Ungverjaland, að Nagy verður forsætisráðherra. Hann vildi reka óháða ung- verska utanríkispólitík, eða eins og hann sjálfur orðar það: „Það er réttur ungversku þjóðarinn ar að taka ákvörðun um, með hvaða hætti hag- kvæmust staða Ungverjalands á alþjóðavettvangi verður mörkuð og hvernig þjóðlegt sjálfstæði, jafnrétti og friðsamleg þróun landsins verður bezt tryggð.“ — Þetta jafngilti guðlasti á rúss- nesku og varð hans banabiti. Nagy var ekki stríðs hetja eins og Tító, ekki hugsjónarmaður á borð við Diljas og heldur ekki lukkunnar panfílus eins og Wladyslaw Comulka, en hann hefur sennilega verið heiðarlegur maður, sem ekki er venjulegt meðal kommúnistaleiðtoga. Þess vegna mun nafn hans lifa í sögu þjóðar hans. Um innrás Rússa og fjöldamorðin í Ungverja- landi hefur rússneska alfræðiorðabókin þessi orð: „Sovét-ríkin hjálpuðu ungversku þjóðinni til þess að brjóta á bak aftur gagnbyltingu, studda af erlendu afturhaldi í október og nóvember 1956.“ — Öllu má nú nafn gefa! Húgarfar Stór-Rússans í samskiptum við þræl- ríkin kemur mjög glögglega fram í orðaskiptum, sem Edmund Stevens, Pulitzer- verlaunahöfund- ur, átti við rússneskan liðsforingja og voru á þessa leið: „Þeir eru erfitt fólk, Lettarnir“, sagði liðs- foringinn. „Þeirn fellur ekki við okkur Rússa og ekki heldur við þjóðfélagsskipan okkar. Ef ég fengi einhverju umráðið, myndi ég einfald- lega senda þá alla til einhvers öruggs staðar handan Uralfjalla, þar sem þeir gætu framið öll sín óknytti. — Við myndum svo byggja landið okkar fólki. — Við gátum gert þetta við Volgu- Þjóðverjana, Krímlendinga, Tartara, og töluvert af Tékkum og Austur-Þjóðverjum, og því ekki Lettana líka með jafn góðum árangri?“ Á sama tíma og svona er hugsað og talað heima fyrir, halda Rússar fjálgar friðarræður á alþjóð- legum ráðstefnum. Árið 1955 boða þeir 29 Afró- Asíu þjóðir til friðarráðstefnu í Bandung. Sama ár stofna þeir 14. maí til hernaðarbanda- lags átta kommúnistaríkja. Varsjárbandalagið er tekið við af Komminform. Auk friðarhjalsins er menningaráróðurinn skætt vopn í utanríkispólitík hinnar kommúnist- isku yfirdrottnunarstefnu. í hverju landi eru stofnuð MlR-samtök og reynt að skreyta þau fínum nöfnum og fá til samstarfs skoðanalítið og fáfengilegt fólk. Ótal sendinefndir lista- og vísindamanna eru svo gerðar út á vegum þess- ara samtaka, sem í nafni listar og menningar eru látnar vinna að áróðri kommúnista. 12 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.