Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 15
Gíldi 'þessa menningarvopns var Stalin inanna
bezt ljóst. Þegar hann var einu sinni spurður
þess af Ameríkumanni, 'hvers vegna hann sendi
ekki Bolshoi ballettinn til Bandaríkjanna, eins
og ráðgert hafði verið, svaraði hann, að gjarnan
hefði hann kosið að gera það, en það hefði verið
árekstrar á landamærum Manschuríu, og þess
vegna hefði hann þarfnazt balletsins þar. Hann
leit á Bolshoi ballettinn sem vopn í ófriði.
Oflugastur er þó ef tii vill áróður Rússa í
efnahagsmálum. — Allt tal Sovét-ríkjanna snýst
um velmegun, sem verður í framkvæmdinni fá-
tæktin ein. Það er alls staðar sama sagan. Eftir
að herskarar þeirra hafa lagt land undir sig,
gleipir þessi ófreskja allt, sem til næst. Þeir
rýja bændabýlin og tæma verksmiðjurnar, ræna
einkaeignum jafnt sem eigum ríkisins og um-
turna gervöllu efnahagslífinu. Á einni nóttu eru
allir hnepptir í þrældóm. Þeir veita aðeins þeim
atvinnu, sem vilja samvinnu við þá. Þannig
verða þeir, sem vinnu hljóta, verkfæri kerfis-
ins. —
Er Krjúsjoff fullyrti í ræðu, að lífskjörin
hefðu batnað í Rússlandi, varð einum þarlend-
um verkamanni að orði: „Nú hafa lífskjörin
batnað, við verðum allir jarðaðir í líkkistum.“
Hér hefur heimsvaldastefna Rússa verið rakin
í fáum dráttum. Á síðustu fjórum áratuguin
hafa þeir í nafni friðar og frelsis hneppt þjóð
eftir þjóð í fjötra og ánauð, á sama tíma og
lýðræðisþjóðirnar hafa gefið um 80% nýlendu-
þjóðanna frelsi og um þrír tugir nýrra frjálsra
ríkja hafa verið stofnsett.
En spurningin, sem brýnasta nauðsyn ber
samt til að svara, er þessi:
Hvað geta lýðræðisþjóðirnar gert til þess að
hindra áframhaldandi útþenslu og valdarán
heims-kommúnismans ?
Stalín segir í bók sinni um Leninismann:
„Hvers vegna ættu öreigarnir ekki að hagnýta
sér hagstæðar alþjóðlegar og innri aðstæður til
þess að kljúfa auðvaldsblökkína og braða þró-
• • Qíí
uninni:
Þetta er kjarni málsins. Alger samstaða lýð-
ræðisþjóðanna á alþjóðavettvangi er þeim lífs-
nauðsyn. Hindra verður með öllu móti, að
kommúnistum takist að kljúfa þessa blökk og
rjúfa þannig skjaldborg frelsisins. Til þess að
sjá við bellibrögðum kommúnista er Iýðræðis-
þjóðunum þrennt nauðsyn öðru fremur:
1. Að kynna sér eðli kommúnismans, hug-
myndakerfi hans, vinnubrögð hans og starfs-
aðferðir.
2. Sameina allar frjálsar þjóðir í afstöðunni
til kommúnismans og tryggja nægilegt hern-
aðarlegt bolmagn þeirra samtaka.
3. Að móta sameiginlega jákvæða stefnu varð-
andi framtíð mannkynsins.
Rithöfundurinn Stephen Spender, sem eitt
sinn var kommúnisti, hefur í bókinni „Guðinn,
sem brást“ bent sérstaklega á eitt þessara atriða.
Hann segir:
„Þjóðir þær í heiminum, sem frelsinu unna,
taki forustu alheimshreyfingar, sem vinni að
bættum kjörum þeirra milljóna manna, er hirða
meira um brauð en frelsi, — lyfti þeim á til-
verustig, þar sem þær geta farið að hugsa um
frelsið, hagsmunir þeirra mjög fáu manna í
heiminum, er meta gæði frelsisins, verða að vera
hinir sömu og hagsmunir hinna mörgu, sem
þarfnast brauðs, eða frelsið glatast.“
Sá lífsreyndi maður, Milovan Djilas, lýkur
bók sinni „Hinni nýju stétt‘ með eftirfarandi
orðum:
„Hvað sem öðru líður, mun heimurinn breyt-
ast og þróast í þá stefnu, sem hann hefur þegar
tekið og verður að halda, — í átt til meiri ein-
ingar, framfara og frelsis. Veruleikinn, lífið
sjálft, hefur ávallt mátt sín meira en nokkurt of-
beldi og haft meira raunverulegt gildi en nokk-
ur kennisetning.“ —- Með þessum orðum vil ég
ljúka máli mínu.
STEFNIR 13