Stefnir - 01.11.1960, Page 16
JÓN KRISTVIN MARGEIRSSON:
KARL MIKLI (742-814)
Dr. Konráð Adenauer, kanzlari Vestur-Þýzka-
lands, fékk fyrir nokkrum árum verðlaun, sem
kennd eru við Karl mikla, fyrir störf sín í þágu
sameiningar Evrópu. Þessi álfa er sem sé, eins
og allir vita mætavel, samsett af mörgum ríkj-
um, og þeim hefur oft og einatt komið afar illa
saman. Ósamlyndið hefur margsinnis leitt af sér
miklar hörmungar og kostað margt tárið og
margan blóðdropann. En svona hefur þetta samt
verið um aldaraðir. Til að bæta úr þessu hefur
mönnum dottið í hug að sameina Evrópu — vel
að merkja með góðu — og verðlaunin, sem fyrr
voru nefnd, eiga að hjálpa til þess. En hvers
vegna var talin ástæða til að' kenna þau við Karl
mikla? Á hvern hátt er þetta mikilmenni tengt
viðleitninni til að sameina Evrópu? Svarið er
að finna í fortíð álfu vorrar. Hér eins og ann-
ars staðar veitist oss erfitt að skilja nútímann,
nema vér höfum einhverja vitneskju um það,
sem gerzt hefur á liðnum öldum, þekkjum eitt-
hvað til sögu þeirra þjóða, sem hafa haft varan-
1-egust áhrif á sögu mannkynsins.
Meðal slíkra þjóða voru Rómverjar. Þeir komu
á fót einu mesta ríki, sem uppi hefur verið. —
Það náði yfir mestan hluta þeirra landa, sem þá
gátu talizt í hópi menningarlanda. En eins og
önnur ríki var þetta riki fallvallt. í ölduróti þjóð-
flutninganna miklu liðaðist það í sundur, þó
einungis vesturhlutinn. Austurhlutinn stóð 'enn
sem sjálfstætt ríki í þúsund ár í vesturhlutanum
þurftu rústirnar tíma til að jafna sig, en að hæfi-
legum hvíldartíma liðnum tók að spíra í þeim
á ný. Ný menning óx þar smám saman upp. Ný
menningarheild og nýtt menningarhugtak varð
til: Evrópa. Stofninn í þessari nýju menningar-
eind var Frankaríkið. Þetta ríki reis á legg á
upplausnardögum Rómaveldis nyrzt í Gallíu,
en svo nefndist í forniild Frakkland og Þýzka-
land vestan Rínar. Stofnendur þess voru ger-
manskur þjóðflokkur, Frankar. Hið nýja ríki var
kraftmikið og teygði sig brátt yfir alla Gallíu
og vestur yfir Rín. Konungar þess voru í fyrstu
dugandi menn, en úrkynjuðust fljótt, og öll
völd í ríkinu lentu brátt í höndum eins embætt-
ismanns konungs, sem á þeirra tíma tungu, latín-
unni, nefndist major domus. Yar það nokkurs
konar ráðsmaður, sem upprunalega hafði haft
á hendi Iþað starf að birgja konungsóðulin upp
að' vistum.
Það hafði háð Frankaríkinu mjög, að við
dauða konungs var ríki hans ætíð skipt milli
allra sona hans. Þessi siður byggðist á því, að
konungarnir litu á ríki sitt sem persónulega eign
sína, sem þeir gætu ráðstafað að vild. Leiddi af
þessu sundrung og innanlandsófrið.
Laust fyrir miðja áttundu öld var Pípin
skammi ráðsmaður í Frankaríki. Elm þær mundir
var konungur þess Kilderik III. Var hann valda-
laus með öllu en Pípin allsráðandi. Pípin þótti nu
mál til komið að láta hlutina heita réttum nöfn-
um. Með samþykki páfa svipti hann Kilderik
konungstigninni, lét krúnuraka hann og sendi
hann í klaustur, en gaf sjálfum sér konungsnafn.
14 STF.FNIR