Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 23

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 23
ársgjöf (Dona generalia, annúalis), árleg gjöf frá öllum stóreignamönnum í ríkinu til konungs; stjórnarskattur (census regalis, tributum), sem áður hafði verið mikil tekjulind, en virðist nú alveg hafa verið að hverfa úr sögunni; ennfremur tollar, t.d. fyrir notkun markaðstorga, flutningi á verzlunarvöru, notkun brúa o.s.frv. Til að stjórna ríki sínu hafði Karl sér til hjálp- ar ýmsa embættismenn. Hinir sex æðstu voru nokkurs konar ráðherrar. Þeir voru erkikapelán- inn (le archichapelain), hallargreifinn, kammer- herrann, dróttsetinn (le séneschal), skutulsveinn- inn (Ie bouteiller og stallarinn (le cannetable). Erkikapeláninn var alltaf klerklærður maður. Hann stýrði kapellunni og kansellinu. Undir kapelluna heyrði hirðskólinn, sem raunar hefur verið deilt um, hvort til hafi verið. Kansellíið útbjó konungsbréf og varðveitti skjöl undir stjórn erkikapilánsins. I kanselíinu unnu kanzlarar og ritarar. Síðar fékk yfirmaður kansellísins nafnið kanzlari í stað erkikapeláns. Hallargreifinn að- stoðaði konunginn í dómmálum. Kammerherr- ann hafði umsjón með herbergjum konungs, jj.á.m. því herbergi, sem geymdi fjármuni ríkis- ins eða konungsins, en á því var enginn munur gerður. Einnig sá hann um móttöku útlendia ferðamanna, sem komu að finna konung. Var að því leyti eins konar utanríkisráðherra. Stall- arinn sá um hesthúsin og hestana og hafði þar með umsjón riddaraliðsins. Dróttsetinn sá um vistaaðdrætti til þess staðar, sem konungurinn hafði að aðsetursstað hverju sinni, en hann hafði engan fastan bústað á fyrri ríkisstjórnarárum sínum. Á síðari árum sínum sat hann oítast í Aachen. — Þótt allir þessir menn, sem nú hafa verið nefndir, hefðu þannig ákveðin störf á hendi, var ekkert því til fyrirstöðu, að þeim voru falin á hendur hvaða störf sem væri. Ríkinu var skipt niður i fylki, sem nefndust greifadæmi. Æðsti embæltismaður hvers greifa' Sánkti-Pétur réttir Karli mikla fána Rómar og Leó páfa 3. biskupstigill. dæmis var greifinn. Hann hafði allt í hendi sér: dómsmál, fjármál og hermál, —- þó ekki kirkju- mál. Yfirumsjón þeirra hafði biskupinn. Og í hverju greifadæmi var einn biskup. Til að líta eftir embættisrekstri í greifadæmunum, sendi konungur eftirlitsmenn sína, hina svonefndu missi dominici. Þeir fóru á hverju ári um ríkið og litu eftir greifunum og undirmönnum þeirra og öllu, er varðaði opinber mál. Þessir sendimenn fóru tveir eða fjórir saman, og var alltaf annar STEFNIR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.