Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 24

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 24
helmingur sendinefndarinnar kirkjunnar menn og hinn helmingurinn leikmenn. Þessir sendimenn höfðu mikil völd. Þeir máttu ógilda úrskurði greifanna og leggja nýjan úr- skurð á mál. Þeir máttu jafnvel svipta greifaiia embætti um stundarsakir, ef þeim bauð svo við að horfa. Otalin er þá ein stjórnarstofnun, allsherjar- þingið (platcitum generale). Það var venjulega haldið' á vorin. Þangað komu menn frá hinuni ýmsu héruðum. Þar var gerð áætlun um störf ársins. Uppkast að henni, sem konungur og ráð- gjafar hans höfðu samið, var lagt fyrir höfðingj- ana til að þeir gætu rætt það og gert þær at- hugasemdir, sem þeir vildu. Að því búnu var það samið upp á nýtt og alþýðu, hinum óbreytta þingheimi, lofað að samþykkja það líka til merk- is um, að hún tæki líka þátt í stjórn ríkisins og gæfi þar með samþykki sínu loforð um að styðja að framkvæmd áætlunarinnar. Einnig störfuðu þingin stundum sem dómsstólar, — dæmdu stundum í landráðamálum o.s.frv. Ástandið í menntamálum í Frankaríkinu, er Karl tók við völdum, var vægast sagt hörmulegt. Um langan tíma hafði Frankaríkið verið á and- legu hrörnunarskeiði og þetta hnignunarskeið hélt einnig áfram eftir að Pípin skammi varð konungur. Pípin bar umhyggju fyrir, að synir hans fengju góða líkamsmenntun og hernaðar- þjálfum, en bókleg menntun þeirra hefur víst verið heldur lítil, fyrst keisaranum er lýst þannig á efri árum, að hann hafi þá verið með erfiðismunum að reyna að læra að skrifa. Ná- grannalönd Gallíu, England, ltalía og Spánn, voru miklu betur á vegi stödd í þessum efnum. Þar voru uppi menntamenn. Karli fannst ástand- ið í andlegum efnum í ríki sínu ekki vera til frambúðar og ákvað að bæta það. Hann byrjaði með því að laða til sín menntamenn frá ná- grannalöndunum og fá þá til að standa fyrir við- reisn í skólamálum Frankaríkisins. Helztir þeirra voru Englendingurinn Alkúin og Italinn Paulus Díacónus. Komið var á fót skólum víðs- vegar um ríkið og biskupum og ábótum gert að skyldu að sjá um rekstur þeirra. Sérstakir sendi- menn frá konungi, missi dominici, sem áður hefur verið getið, höfðu svo skipun um að líta eftir, að þessu væri framfylgt. Prófum var kom- ið á í skólum þessum, sem voru fyrst og fremst prestaskólar. Árið 803 var bannað að vígja klerka, sem ekki höfðu lokið prófi í þessum skólum. Einn hinn frægasti af þessum skólum var skóli hins heilaga Martínusar í borginni Tours í Vestur-Frakklandi. I skólunum voru kenndar sjö greinar. Þar á rneðal voru málfræði (þ.e. latína), mælkskufræði og rökfræði, sem höfðu samheitið þrívegurinn. Hinar námsgrein- arnar voru töluvísi (aritmetik), flatarmálsfræði, tónlist og stjörnufræði. Þessar fjórar náms- greinar voru kallaðar fjórvegurinn. Aðalráðgjaii Karls í fræðslumálum var Alkúin. Hann var frá- bær uppeldisfrömuður. Hann samdi nokkrar kennslubækur, sem voru notaðar lengi síðan við kennslu. Hann hafði á síðustu árum sínum for- stöðu skóla hins heilaga Martínusar í Tours. Hin andlega viðreisn Frankaríkisins var ekki einungis bundin við skólamál. Yfirleitt færðist mikið fjör í allt andlegt líf. Bókmenntir blómguðust t.d. mikið. Þetta blómaskeið and- íegra mennta hefur verið kallað Karlungarenis- ansinn. Hátindi sínum náði það þó ekki fyrr en eítir dauða Karls, en hann dó árið 814. Eftir dauða hans tók sonur hans, Lúðvík, við ríkinu. Hann reyndist ekki maður til að stjórna því almennilega. Mestum erfiðleikum ollu hon- um synir hans, sem hann gat ekkert tjónkað við. Þeir gerðu meira að segja uppreisn gegn föður sínum, sigruðu hann í orrustu og tóku hann til fanga. Eftir það bar karlanginn ekki sitt barr. Hann var saddur lífdaga, er hann andaðist árið 840. Synir hans sneru þá vopnum sínum hver gegn öðrum og börðust um völdin í nokkur ár. 22 STEFNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.