Stefnir - 01.11.1960, Page 25

Stefnir - 01.11.1960, Page 25
Loks sættust þeir á það árið 843 að skipta ríkinu á miili sín. Loðvík fékk Þýzkaland, Karl fékk vestur og miðhiuta Frakklands og Lothar fékk Italíu og allbreiða landsspildu, sem lá á milii ianda hinna bræðranna og náði frá Norðursjó suður að Miðjarðarhafi. Einnig fékk hann keis- aratitilinn, en það var iítið nema nafnið. Þessi skipting táknaði það, að Evrópa framtíðarinnar skyldi ekki vera eitt ríki eins og Rómaveldi hafði verið, heldur mörg ríki eins og oss er tam- ast að telja hið eðlilega og sjálfsagða. Þessi skipting varð enn fremur upphaf að Þýzkalandi og Frakklandi vorra tíma, og hafa þessi ríki síðan verið meðal meginstólpanna í ríkjakerfi Evrópu og löngum eldað grátt silfur sín á milli. Einkum hafa þau barizt um hluta af ríki þriðja bróðurins, Lothars, en ríki hans liðað- ist fljótt í sundur. Á rústum þess reis síðar Hoi- land, Belgía, Luxemburg, Sviss og Ítalía að nokkru leyti. 011 þessi lönd, nema Sviss, hafa nú að nýju sameinazt í efnahagslegu bandalagi. Framtíðin mun skera úr um það, hvort þetta verður upphafið að nýrri sameiningu þessara landa. En ef svo fer, mun Karl geta spurt úr gröf sinni: „Þurftuð þið í raun og veru að heyja styrjaldir í þúsund ár til að skilja mig?“ AlþjóUegur ballet. STEFNIR 23

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.