Stefnir - 01.11.1960, Page 26

Stefnir - 01.11.1960, Page 26
JÖKULL JAKOBSSON: REVÚAR NICOLAI! SMÁSAGA Hún sat við autt eldhúsborðið og hafði ekki kveikt ljós. Eftilvill hafði hún grátið en nú voru hvarmar hennar þurrir og andardrátturinn hægur og heyrðist varla í þögninni. Hann lét aftur dyrnar og fikaði sig nær henni í dimmunni, það brakaði í gólffjölunum en hún leit ekki upp. Hún studdi höndunum á borðið og laut höfði einsog blind manneskja sem veit ekki hvort heldur er dagur eða nótt. Ljósgeisli féll innum gluggann og á hendur hennar, æðaberar og hnýttar, líkastar skorpnum skinnvettlingum sem einhver hafði skilið eftir. Hvað er þetta, manneskja, hefurðu ekki fengið þér neitt að borða? Það leið drjúg stund áðuren hún sneri höfð- inu seint og hægt og nú féll geislinn á hálft and- lit hennar. Nú sá hann að hvarmarnir voru rauð- ir og þrútnir. En tárin voru þornuð. Ætlarðu að sitja svona í allt kvöld? Hún opnaði munninn en lokaði honum aftur ánþess að segja nokkuð. Hvernig væri að kveikja ljós? Hann paufaðisl að rofanum. Hvað á ég sosum að gera við ljós. Það rumdi eitthvað í honum, hann skellti tveimur ýsum í eldhúsvaskinn, þegar hann hafði kveikt Ijósið. Þarna er soðning handa þér. Glænýtt úr sjón- um, þær sprikla ennþá. Hann fór ofanum hálsmálið á peysunni sinni og dró fram velktan pakka af sígarettum. Það lagði eim af salti úr órökuðu andliti og úfnu hári, hann stakk bögglaðri sígarettunni milli varanna og fór í vasana eftir eldspýtum. Það er ekki einsog hann greyið sé sá fyrsti sem þú horfir á eftir í gröfina, sagði hann, þeg- ar hann hafði kveikt í sígarettunni og sogað djúpt ofaní lungun. Hann stóð gleiðfættur og það gljáði á hreistruð stígvélin. Hún strauk grönnum fingrum eftir hrjúfri borðplötunni og sópaði ímyndaðri mylsnu í lófa sér. Það er öðruvísi með hann en alla hina, sagði hún loks og það voru þyngsli fyrir brjóstinu þegar hún talaði. Hann greip kaffikönnuna á eldavélinni og hristi hana til. Það gutlaði lítilsháttar og hann skellti könnunni á eina plötuna og setti á straum. Hann var ekki einu sinni þitt barn einsog við hin, sagði hann þungum rómi og studdi höndum á borðið meðan kaffilöggin var að hitna. Hún strauk handarbakinu um augun á sér. Nei, hann var ekki einu sinni mitt barn, sagði hún, og ég hef ekki séð mömmu hans síðan hún skaut horium hér inná eldhúsgólfið til mín r reifunurn og sagði revú-ar Nicolai! Adí-ö! Þokkaleg móðir, hnusaði í sjómanninum, og 24 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.