Stefnir - 01.11.1960, Síða 27
þér fannst sjálfsagt að ala undan þessu hirnpi-
gimpi.
Það heyrðist suð í könnunni og hann teygói
sig uppí skáp eftir bolla.
Viltu ekki tíu dropa að hressa þig á? spurði
hann.
Eg ætti nú að sýna af mér mannsbrag og hita
almennilegt kaffi handa þér, sagði hún og ætl-
aði að rísa á fætur, Þetta er skolp frá í morgun.
Nei, ég þarf að koma mér beim strax og ég
er búinn að slægja þessar títlur handa þér, sagði
hann.
Já, blessaður drengurinn minn, og ég ekki
farin að 'þakka fyrir mig. Alltaf ertu jafn hugul-
samur að gleyma ekki gamla hróinu.
Ætli sé nú ekki óþarfi að þakka fyrir sig,
drundi í honum. Sumir voru nú ekki vanir að
þakka alltaf fyrir sig.
0, það var svo lítið sem ég gat gert fyrir
hann drenginn.
Já, það er ósköp lítið að valsa um ókeypis í
útlöndum í heil þrjú ár, sagði hann og renndi
í bollann. Við hin fengum að reyna á hendurnar.
Þú manst nú að kennarinn sagði það væri
synd ef hann fengi ekki að læra, hann væri svo
músík-elskur, sagði gamla konan.
Eg veit ekki afhverju þeir eiga betra skilið
sem væla á fiðlu en hinir sem draga fisk úr sjó.
Ég hélt það væri nú undirstaða lífsins.
Hann er nú einu sinni dáinn, sagði gamla
konan, og ég reyndi að vera ykkur öllum góð.
Hann gramsaði ofaní skúffu til að finna búr-
hnífinn, það glamraði í hnífapörum unz hann
hélt hnífnum á lofti og skellti aftur skúffunni
all harkalega. Síðan greip hann annan fiskinn
og brá hnífnum.
Já, hann er nú einu sinni dáinn, sagði hann
og var orðinn örari, það er nú eitt: hvaða vit
er í því að láta kosla sig í útlöndum tilað gaula
á fiðlu og hafa rós í hnappagatinu og steik uppá
hvern dag og hrökkva svo upp af þegar maður
kemur heim? Ég hef aldrei vitað annað eins.
Hún hafði lotið höfði og nú tók hann eftir því
að herðarnar voru farnar að hristast en það
heyrðist ekkert í henni. Hann hélt andartak ú
slorugum hnífnum og horfði á þessar mjóu lotnu
herðar titra ánþess hún gæfi frá sér minnsta
hljóð; ekki einu sinni snörl. Hann lagði frá sér
hnífinn reif innanúr fiskinum í einum rykk og
hnykkti slorinu í vaskinn, lét síðan vatn buna
inní fiakandi kviðinn á fiskinum.
Svona svona gamfa mín, ég meina ekkert með
þessu, sagði hann, ég hefði hvort sem er aldrei
gert annað en fara á sjóinn. Þó svo ég hefði átt
kost á að vera í útlöndum með rós í hnappa-
gatinu. Ég þekki mig á sjónum. Hvergi annars
staðar. En þú varst ekki vön að sýta þá svo aðr-
ir sæju. Ég man ekki beturen þú hafir séð þá
fara fjóra og allt voru það þínir eigin strákar.
Engir vafagemlingar sem var skotið inná eld-
húsgólf til þín. Þú horfðir á eftir þeim öllum
fjórum og þegar sá síðasti fór man ég ekki
beturen þú segðir: Þeir verða að missa sem eiga.
Ég sá þið aldrei brynna músum.
Hún strauk hárlufsu aftur frá enninu og horfði
sljóum augum útum gluggann.
Ég sá þá fara fjóra drengina mína. Það er
mikið rétt, sagði hún, hrausta stráka í fullu
fjöri. Nei, ég vissi maður gerði bara sjálfum sér
meiri sorg með því að sakna þeirra allt lífið.
Ég vissi líka ég myndi sjá þá alla aftur, hitta
þá hinumegin. Guð gleymir ekki sínum. Eftir
því sem þynntist hópurinn okkar hérnamegin,
yrðu þeir fleiri tilað taka á móti mér þegar
yfrum kæmi.
Er þá ekki allt klárt? spurði hann og tók
til við seinni fiskinn. Þú ert þó ekki hrædd um
að Nikki fari ekki á réttan stað?
Gamla konan hrökk við einsog hún hefði
íengið kinnhest. I fyrsta sinn leit hún upp á son
sinn og bærði varirnar lengi áðuren orðin
komu:
STEFNIR 25