Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 30
Það rumdi lítillega í prestinum og hann fékk
sér hálstöflur á ný og spennti greipar ofaná
blöðunum sem höfðu að geyma upplýsingar um
hinn dána tónlistarsnilling. Hann var fjarska
heimspekilegur á svipinn og skotraði augnum
uppundir loft.
Já, svona getur nú lífið verið órannsakanlegt,
sagði hann loks með töluverðum þunga. Nú —
og svo hafið þér tekið að yður þetta saklausa
barn.
Gamla konan þurrkaði sér um augun.
Ekki fleygir maður hvítvoðungi útá götu, sagði
hún, ég reyndi að ala önn fyrir blessuðum ung-
anum.
Bæjaryfirvöldunum bar náttúrulega skylda
tilað skerast í málið, sagði presturinn og sópaði
burt fisi, sem sezt hafði á gljáfægt skrifborðið.
Ég hélt nú lengi vel að móðirin mundi vitja
um barnið, sagði gamla konan, og reyndi að
hugsa um það einsog ég gat. Ég frétti af henni
'hér og þar á landinu en hún kom aldrei að sækja
drenginn. Ég vissi af henni oft í bænum og
stundum var ég að hugsa um að gera henni orð.
En einhvernveginn lét ég aldrei verða af því.
Hún þagnaði enn og stundi sáran. Hún var
óvön löngum ræðuhöldum og hafði tekið nærri
sér að rifja upp þessa gömlu atburði. Presturinn
hummaði í gegnum nefið og fletti blöðunum fyrir
framan sig.
Það verður ekki annað sagt en þér hafið búið
drenginn sómasamlega úr garði, s agði hann,
mér skilst hann hafi hlotið dýra menntun er-
lendis — ekki satt. Ég geri ekki ráð fyrir að
efnin hafi verið alltof mikil — synir yðar allir
hlutu enga skólamenntun.
Gamla konan horfði niðurfyrir sig.
Kennarinn sagði nú hann væri svo músík-
elskur að það væri synd hann fengi ekki að
læra, sagði hún lágum rómi. Og mér fannst
alllaf ég yrði að gera honum eitthvað golt —
úr því ég lét hann kyrran á eldhúsgólfinu hjá
mér. Ég var alltaf dálítið hrædd um hann, en
ég vanrækti ekki mín eigin börn. Ég held engin
þurfi að kvarta.
Presturinn skrifaði eitthvað hjá sér á blöðin,
hann var annarshugar og heyrði ekki til hennar.
Og ég hélt að Guð lofaði mér að hafa hanri,
þó hann tæki hina, sagði hún, en ég veit þó ég
fæ að sjá hann aftur. Við sjáumst aftur. Það er
eina huggunin mín að nú fer að styttast fykir
mér. Og þá sjáumst við aftur, ég og Nicolai.
Nú reis presturinn á fætur og það skarkaði í
stólnum þegar hann ýtti honum frá sér.
Já, það verða engin vandræði með þetta,
sagði hann, ungur tónsnillingur í blóma lífsins,
átti enn óhreyfða beztu strengina á hörpunni
sinni. Já, það verður margt fallegt hægt að segja.
Við þurfum engu að kvíða.
Hún stóð líka upp, sveipaði að sér sjalinu og
gekk fram að dyrurn. Hún tók þétt og hlýlega í
höndina á prestinum og þakkaði fyrir sig. Á
tröppunum sneri hún sér snögglega við og vind-
urinn stóð í grátt hárið.
Segið mér annars, þér eruð lærður maður.
Hvaða mál er þetta revúar?
Það er franska, sagði presturinn og var far-
inn að skjálfa þarsem hann stóð á vestinu, það
er franska og þýðir: sjáumst aftur.
Gamla konan þagði andartak.
Sjáumst aftur, endurtók hún, sjáumst aftur.
Og samt sá hún hann aldrei framar.
Svo var hún horfin út í myrkrið og prestur-
inn lét aftur.
Hún hafði ekki búizt við mörgum að jarðar-
förinni og þessvegna varð hún hissa þegar hún
varð að olnboga sig gegnum þröngina og til-
viljun að hún fékk sæti á fremsta bekk. Hún
fór að hugsa um það að hún hafði ekki gert nein-
ar ráðstafanir til að fólk fengi kaffi á eftir og
gat ekki varist því mitt í sorginni að skammast
dálítið fyrir það.
En er á leið athöfnina viku slíkar hugrenn-
28 STEFNIR