Stefnir - 01.11.1960, Page 31

Stefnir - 01.11.1960, Page 31
ingar frá henni og í staðinn fann hún til ein- manakenndar að vera stödd þarna með þessum fjölda, sem virtist eiga meiri ítök í þeim 'látna en hún. Það hvarflaði jafnvel að henni að hún hefði villzt inn í ókunna jarðarför. Hún heyrði að vísu að presturinn talaði um óhreyfða strengi á hörpu Nicolais Petersens og ósungna söngva hins unga svans. En samt sem áður hafði hún það einhvern veginn á tilfinn- ingunni að presturinn væri að tala um annan Nicolai en þann sem skotið var í reifum inná eldhúsgólf til hennar endur fyrir löngu. Hún varð ráðvillt og sljó og gleymdi að leggja eyrun við einsöng ungu stúlkunnar úr kórnum og selló- leikur einhvers pilts fór fyrir ofan garð og neðan. Samt varð hún ósköp fegin þeim sem studdi hana á eftir kistunni niðrí garð þegar athöfn- inni í kirkjunni var lokið. En kannski hefur það bara verið af því hvað hún var gömul og reikul í spori, því þegar presturinn var búinn að kasta rekunum á kistuna í gröfinni, þá höfðu allir gleymt gömlu konunni, en hópuðust kirngum gröfina. Allir þurftu að gera krossmark yfir kistunni og það slettist for á pilsið gömlu kon- unnar þegar unga fólkið tróð sér að. Það voru fáir orðnir eftir þegar hún komst loksins að grafarbarminum og gerði krossmark yfir. Hún stóð nokkra stund þögul og horfði á hvernig moldin hafði sáldrast yfir litskæran blómakransinn á kistulokinu. Þegar hún loks hóf upp mjóa rödd sína, voru ekki margir eftir sem heyrðu þegar hinn dáni tónsnillingur var kvaddur í annað sinn sömu kveðju: Revúar, Nicolai — adíö. Og enn færri voru þeir sem heyrðu hana tauta fyrir munni sér þegar hún staulaðist upp kirkju- garðsstíginn: Og samt sá hún hann aldrei framar. Marz 1960. Við skulum riðja götuna til friðarins! stefnir 29

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.