Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 32
JÓN P. RAGNARSSON :
Hngleiðingar urn
þjóðerni og þjóðernisvitund
Það leikur ekki á tveim tungum, að þjóðernis-
hreyfing sú, sem reis ujip meðal flest allra þjóða
álfunnar á nítjándu öld, var eitt af sterkustu
hreyfiöflum, sem um getur í evrópskum stjórn-
málum allt til loka fyrri heimsstyrjaldar. Jókst
hreyfingin stöðugt að krafti og útbreiðslu og
náði hámarki í hugsjóninni um þjóðríki. Krai'-
izt var, að sérhvert þjóðerni myndaði ríki — sitt
eigið ríki — og það hefði að þegnum alla menn
sama þjóðernis.
Upphaf fyrri heimsstyrjaldar má að töluverðu
leyti rekja til ófullnægjandi lausnar þjóðernis-
vandamála álfunnar — einkum í Mið-Evrópu.
Styrjöldin leiddi samt sem áður til þess, sér-
staklega eftir þátttöku Bandaríkjanna og bylt-
inguna í Rússlandi, að önnur öfl af alþjóðleg-
um og þjóðfélagslegum toga spunnin, fóru í
stöðugt ríkari mæ'li að láta kveða að sér og sár-
asti broddur þjóðernishugsjónarinnar tók jafn-
framt að sljóvgast. Þjóðir Evrójtu gátu að vissu
marki aftur farið að sætta sig við hin gömhi
jþjóðaríki, svo fremi, sem stjórnmálalegu jafn-
rétti einstaklinga hinna ýmsu þjóða og menning-
arlegu jafnræði þeirra væri til að dreifa. Að
vísu gat sá aukni skilningur á alþjóðlegri sam-
vinnu, sem gerði vart við sig eftir fyrri heims-
styrjöldina, þó ekki komið í veg fyrir, að þjóð-
ernisstefnan í sinni neikvæðustu mynd, næði um
tíma tökum á meiri hluta Mið-Evrópu og hleypti
að lokum öflu í bál og brand.
Aður en nánar verður farið út í einstök
atriði efnisins er rétt að gera grein fyrir, hvað
ætlast er fyrir. Fyrst verður reynt að skýra orð-
in þjóðerni og þjóðernisvitund. Því næst verður
aðdragandi þjóðernishugsjónarinnar að nokkru
rakinn. Að lokum verður upphaf stefnunnar á
Islandi lýst í höfuðdráttum.
Þjóðerni og þar með J)jóðernisvitund eru marg-
ræð og umdeild hugtök. Fullkomin skilgreining
þessara orða ver.ður vart veitt, svo framarlega
sem hinn margþætti sögulegi raunveruleiki er
hafður í huga. Að vísu hafa margir sagnfræðing-
ar og þjóðfélagsfræðingar, einkum hinir eldri
meðal Þjóðverja, reynt að finna nákvæma og
einhlíta skilgreiningu á hugtökum þessum, en
auðvitað ekki tekizt enn. Orðin nation — þjóð -
er dregið af latneska oröinu nasci — verða fædd-
ur. Þar með er gefin viss bending um ákveðinn
u])pruna. Sú staðreynd, að frá upphafi skyldu
tvö orð vera notuð til skiptis um svipað hugtak,
gerir nánari skilgreiningu ennþá örðugri. Róm-
verjar notuðu að vísu orðin fólk (populus)
og þjóð (natio) á ákveðinn hátt. Hjá öðrum
þjóðum síðar meir, t.d. Englendingum, Frökkurn,
Þjóðverjum og Norðurlandamönnum voru lín-
urnar milli þjóðar (nation) og fólks (people,
peuple, Volk, fo<lk) ekki eins skýrar og jafnvel
mismunandi. 1 flestum tilifellum hefur fólk ekki
haft jafn eðlan blæ á sér, látið minna yfir sér
og verið að öllu jöfnu meira háð umhverfinu.
Á 14. öld fór nation yfirleitt að merkja þá,
30 STEFNIR