Stefnir - 01.11.1960, Síða 33

Stefnir - 01.11.1960, Síða 33
sem fæddir voru í sama landi og hélzt sú skýr- ing fram á 18. öld, en iþá tók nation meir og meir á sig pólitískan blæ og blandaðist ríki;- hugsjóninni. — Seint á 18. öldinni varð svo orðið þjóðerni til á hinum ýmsu tungumálum (nationalité, nationality, Nationalitát, nationaii- tet). Orðið 'hefur höfundur fyrst séð á íslenzku í Skírni 1836. Er það í erlendum fréttum, en þær s'krifuðu í það skiptið þeir Fjölnismennirnir Jónas og Konráð.1 Við nánari alhugun á hugtökunum þjóðerni og þjóðernisvitund, má flokka höfuðþætti þeirra í tvo hópa, hlutlægan (objektiv) og huglæga (subjektiv). Hlutlæg teljast vtri skilyrði eins og uppruni og fæðingarstaður og menningarlegar erfðir eins og mál, trú og svo framvegis. Hlut- læg teljast hins vegar tilfinning, vitund og vi'lji. Sé allt þetta haft í 'huga, verður að líta á bverja þjóð, hvert þjóðerni, sem ávöxt sögulegrar þró- unar. Það þýðir, að sérhver þjóð, eins og mann- veran sjálf, er stöðugt í deiglunni og nær því aldrei að mynda um alla eilífð órjúfanlegd heild. Svo andstæð sem hlutlæg einkenni þjóðernis og þjóðernisvitundar eru, svo mismunandi hefui túlkun hugtakanna í raun og veru orðið. Aðal- legalega er hér að ræða um hina lögfræðilegu skilgreiningu og þá, sem frekar er sálræn og meðfædd. I löndum eins og Frakklandi, Eng- landi og Bandaríkjunum hefur lögfræðilega skil- greiningin á hugtakinu þjóðerni að öllu jöfnu verið meir ráðandi. Að sama orðið í þessum málum — nationalité og nationality — skuli bæði geta þýtt þjóðerni og ríkisþegn, sýnir þetta Ijóslega. Af því gefur auga. leið, að svo gæti farið, að sá, sem einhverra orsaka vegna hefur misst ríkisborgararéttindi sín — flóttamaður o.s.frv. — héfur ekkert þjóðerni! Hér er litið a ríki og þjóð sem eitt og hið sama og fær orðið þjóðerni þar með pólitískan blæ á sig. -—• í Mið- Evrópu, þar sem ríkisskipan fór minna eftir þjóðarskipan, svo og í Norður-Evrópu, hefur meiri áherzla verið lögð á sameiginlegt mál og siði, hin svo kölluðu þjóðareinkenni. Hugtakið er því miklu fremur menningarlegt en pólitískt. Samkvæmt íslenzkri málvenju væri því einnig miklu nær að hafa ríkisþegn í vegabréfum í stað þjóðsrnis, því eftir íslenzkum hugsunarhætti hljóta ekki útlendingar íslenzkt þjóðerni, þólt þeir hafi hlotið íslenzkan ríkisborgararétt og þar með íslenzkt vegabréf. Ekki er hægt að skilja við orðið þjóðerni, áu þess að minnast á tvö orð náskyld því, en það eru þjóðernisminnihluti og þjóðernisvandamál. Sýna þau enn -frekar, hve erfitt málið er allt í sjálfu sér og hve öll einhliða skýring á hugtak- inu getur verið varhugaverð. Með aukinni pólitískri þjóðernisvitund hinna ýmsu þjóða Evrópu á 19. öld, tóku þjóðirnar sjálfar — ekki eingöngu ríkin í skjóli konungs- hugsjónarinnar eins og áður — að mynda sjálf- stætt sögulegt og pólitískt afl. Þjóðernisvitund hefur verið til að einhverju leyti síðan sögur hófust. Fyrr á öldum var hún oftast óbrotin og ósjálfráð og nær alltaf tengd nafni einhvers einstaklings — ekki þjóðarinnar í heild —- eða brauzt fram á sérstökum hættu- stundum í sögu þjóðanna. Af slíkum dæmum er nóg. Til dæmis barátta Hellena við Persa og Frakka við Englendinga í 100 ára stríðinu. Bezta dæmið frá Islandi til forna er svar Einars Þver- æings, er Olafur belgi sendi Þórarin Nefjólfs- son á fund íslendinga til þess að fá þá til að játast sér: „Munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum, og þeirra sonum, og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi.“ Orð þessi, sem sýna óvenju sterka sjálfstæðiskennd og sjálfstæðisvilja, geta þó ekki nema að litlu STEFNIR 31

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.