Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 34

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 34
leyti talizt af jijóðernislegum toga spunnin. Hér var ö'llu helóur um sömu kenndir aff ræða og urðu þess valdandi, að frjálsir bændur og ættar- höfðingjar yfirgáfu Noreg faálfri annarri öld áður og faéldu til íslands og víðar, nefnilega bar- átta mi'lli konungsvalds og hins gamla ger- manska bændaþjóðskipu 1 ags. Norska þjóðin var ekki að ssekjast eftir yfirráðum yfir Islending- um, Iheldur norski konungurinn og áttu íslend- ingar að búa við sömu réttindi og Norðmenn sjálfir. I svari Einars Þveræings felst einnig merkilegt atriði, sem sýnir glögglega, favaða hugmyndir Islendingar höfðu þá á þjóðarhug- takinu. Þar er rætt um ætt og land og er því hug- myndin um þjóð hlutlæg, það er að segja fæð- ingarstaður og skyldleiki er það, sem skiptir höfuðmáli. Þegar líða tekur á miðaldir má sjá, að ein- staklingar vissra þjóða í 'hinum margbreytilegu þjóðarríkjum Evrópu fara greinilega að verða sérstöðu sinnar meðvitandi. Sérstaklega átti þetta sér stað í háskólum þjóðaríkjanna og á ikirkjuþingum þeirra, svo og brátt í þeim ráðu- neytum, sem samsett voru af mönnum ólíks þjóðernis. I lok miðalda og í upphafi nýju ald- ar varð svo sérstaklega tvennt til þess að undir- búa jarðveginn og flýta fyrir þróun þjóðernis- aflanna almennt, þó engan veginn sé hægt að segja, að þjóðernishugsjónin sé óumflýjanlegt framhald þess. Hér er um að ræða endurreisn- artímabilið og siðaskiptin, þar eð þau táknuðu endalok staðbundins lénsskipulags og lok kirkju- legrar einingar. Bæði hlutu nefnilega — að vísu af ólíkum ástæðum — að fá illan bifur á sér- hverri þjóðlegri samheldni. Bylting Cromwells í Englandi um miðja 17. öldina var fyrsti sjáan- legi sigur þjóðernishugsjónarinnar, enda þótt endasleppur yrði. Algjöran sigur hlaut hugsjón- in í frönsku stjórnarbyltingunni 1789, er hið fyrsta raunverulega nútíma þjóðríki með póli- tískum tengslum þjóðar og ríkis var sett á stofn. Þjóðirnar sjálfar fóru nú, hver af annarrí, en ekki eins og fyrr meir aðeins konungarnir, að líta á sig sem ábyrgar fyrir örlögum landsvæða sinna. Meðal fræðimanna er almennt litið svo á, að þjóðernisstefnan eigi hinum snara uppgangi sínum að þakka fræðslustefnu 18. aldarinnar, sem þó í sjálfu sér var óþjóðleg og því í fullri andstöðu við þjóðernishreyfinguna. I fljótu bragði kann þetta að þykja undarlegt, þar sem hin alþjóðlega fræðslustefna lagði ríka áherzlu á skynsemina eina og barðist fyrir hvers konai menningarlegu samræmi, þar sem öll þjóðleg sambeldni var fordæmd. Að ekki skyldi fara sem efni stóðu til, má þakka því, að forráða- menn fræðslustefnunnar litu strax í upphafi á almenna menntun sem sitt aðalmarkmið. Þeir urðu þess vegna ósjálfrátt þjóðlegir. Fullkomn- ari menntun hlaut einnig alltaf að verða til þess að styrkja tilfinninguna fyrir menningarlegum mismun milli hinna ýmsu þjóða, þótt þær til- heyrðu sama ríki. Áður en frekar verður vikið að þjóðernisvitund Islendinga, þykir rétt að skýra í stuttu máli eðli danska ríkisins, stöðu íslands í því og þjóðfé- lagshætti á íslandi. Danaveldi var réttnefnd þjóðasamsteypa og byggðist stjórnarfar þess á einveidishugsjóninni. Rétt er þó að hafa í huga, að einveldið í Danmörku átti rætur sínar að rekja til lýðræðislegra krafna — borgarar og konungur gegn aðli — og varð sjaldan sakað um að misbeita valdi sínu eins og venja var meðal annarra einvelda. Eins ólíkar og hinar ýmsu þjóðir danska ríkisins voru, svo marg- breytileg var staða þeirra innan þess. Það sama gildir um upphaf og tilveru ríkisins sjálfs. Her- togadæmin Sehleswig—Holstein höfðu verið í persónusambandi við Danmörku síðan 1420. Við sameiningu Noregs og Danmerkur í eitt ríki 1387 komust ísland og Færeyjar undir danska 32 STEFNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.