Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 36

Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 36
að hvetja landa sína til aukinnar 'þjóðhollustu á allan hugsanlegan hátt. Kemur þetta greinilega í ljós í flestum ritum hans og afskiptum hans af félagsmálum. Ekki verður þáttur Eggerts minni, þegar haft er í huga, að á þeim tíma, er hann hóf baráttu sína, var íslenzkt þjóðerni einna hættast komið, því „the nation hat reached a stage where its very existence hung in the balance“.3 Þetta á ekki aðeins við efnahagslega og menn- ingarlega afkomu þjóðarinnar, heldur beinlín- is tilveru hennar, eins og fólksfækkunin á 18. öldinni sýnir gleggst. Nokkur atriði voru Eggerti sérstaklega hug- stæð: Hreinsun og fegrun tungunnar; endur- reisn gamalla þjóðsiða; ást á landi og þjóð og þá ekki sízt ást á sögu landsmanna, einkum þjóð- veldistímabilsins; barátta til að glæða þjóðar- metnað og hvöt til þess að vera „dugandi ís- lendingar“ og gerast engir „ættlerar“.4 Hvergi kemur þjóðerniskennd Eggerts skýrar í ljós en í ljóðum hans. Við nánari athugun, er þetta ekki svo lítið atriði. því ljóðagerðin var það form, sem íslendingar höfðu jaínan mest iðkað á liðnum öldum til að tjá hugsanir sínar og gilti einu, hvort um hávísindaleg efni var að ræða, baráttumál líðandi stundar eða hreinan skáldlegan innblástur. Af prentuðu máli var fátt eitt til nema guðsorð. Bundið mál hlaut því að vera bezt fallið til að ná eyrum landsmanna, Verður því að teljast sögulegt gildi kvæðanna. þó óprentuð væru, óvenju mikið og óumdeilan- legt. Sem einkunnarorð ættjarðarljóða Eggerts gæti eftirfarandi vísa staðið: Bæta vildi ég lýti lands, lærdóm ýmsan fræva, ranglætið að reka í stanz, rétta sýna skyldu manns og patríota prýði-dyggð að æfa.5 Eins og sjá má, er trúin á alhliða endurreisn í anda upplýsingarstefnunnar greinilega einn af máttarstólpunum í þjóðerniskennd Eggerts. Að vísu hafa ljóðlínur, þar sem skáldið söng ættjörðinni lof sitt, eins og „gleymt ég get þér aldrei, göfugt föðurland!“ eða „landa túnum óska ég á ævinlega að búa,“6 eflaust verið enn vinsælli hjá almenningi en hin veigameiri kvæði í anda upplýsingarinnar, enda oftast betri skáldskapur og auðlærðari. Mesta ljóð Eggerts er Búnaðarbálkur. Um það hafa tveir íslenzkir fræðimenn sagt, að það væri „ef til vill sú lang áhrifamesta þjóðhvöt, sem nokkru sinni hefur verið kveðin á íslenzka tungu“ og það hafi verið „uppspretta heillar menningarhreyfingar, sem ummyndaði íslenzkl þjóðlíf.“7 Barátta Eggerts fyrir efnahagslegri og þjóð- ernislegri viðreisn íslendinga var þvíþætt, þvi hún beindist jafnt inn á við sem út á við. Ljóð hans, brúðkaupssiðabók og ritreglur voru til- einkuð þjóðinni sjálfri og voru tilraun til þess að vekja fólkið almennt til umhugsunar um málefni sín og hvatning til að taka höndum sam- an um þau. Um ferðabókina, veigamesta rit Eggerts, gildir hins vegar allt annað. Hún var rituð eftir ósk erlendra aðila og á erlendu máli (dönsku) og kom því sem slí'k aldrei til að ná eyrum íslenzkrar alþýðu. Með ferðabókinni vakti það fyrst og fremst fyrir Eggerti að gefa sem gleggsta mynd af íslenzku þjóðlífi og rauit- hæfa lýsingu á íslenzkri náttúru. Jafnframt lá honum mjög á hjarta að draga úr hvers konar fordómum um land og þjóð, sem höfðu komizt á kreik erlendis og áttu að nokkru leyti rót sína að rekja til rangra upplýsinga og ókunnugleika erlendra höfunda á öllu því, sem íslenzkt vav. Eggert tók því þann kostinn að strika út um helminginn af frumsömdu ferðalýsingum til 34 STEFNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.