Stefnir - 01.11.1960, Síða 38

Stefnir - 01.11.1960, Síða 38
því að skera úr um þjóðerni manna. Hugsjón hins sanntrúaða fylgismanns upplýsta einveld- isins, sem berst fyrir hvers konar samræmi, birt- ist hér í sinni skýrustu mynd. Eins og drepið hefur verið á, gerði Eggert sér fyllilega ljóst, hve dönsku áhrifin í landinu voru að verða mikil. Orsakirnar áleit hann ýms- ar. Auk fjölmargra innri ástæðna, taldi hann íslenzku þjóðerni stafa einna mest hætta af er- lendu verzluninni, því hún ylli ekki aðeins nær óbætanlegum spjöllum á máinu, tieldur ætti hún sinn þátt í því að drepa „niður kjark og fram- kvæmdarhug manna“.15 Rétt þykir nú að athuga, hvort danskir vald ihafar muni hafa reynt, er hér var komið sögu, vitandi vits að vega að íslenzku þjóðerni, og ef svo væri, þá í 'hvaða mæli. Til þess að fá svar við þessum spurningum, er nauðsynlegt að athuga nokkuð frekar, hvernig högum fjögurra megin stofnana landsins, landsstjórn og réttar- fari, kirkju og skóla, var háttað. Öll landsstjórin hafði á sér danskan blæ. Æðsti embættismaður landsins hafði allt til þessa verið af erlendu bergi brotinn. Það sama var um hluta sýslumanna að segja. Þar við bættist, að embættismannamálið var danska. Dönsku áhrifin í réttarfarinu voru lítið minni. Eldri íslenzk lög voru að vísu enn að nokkru við lýði, en mikill meiri hluti laganna var dansk- ur, og allir löglærðir menn á landinu höfðu numið í Danmörku. Að lokum hafði hæstirétt- ur Danmerkur æðsta dómsvald í íslenzkum mál- um og urðu því öll mál, sem skotið var til yfir- réttar, að vera á dönsku. I tveim menntastofnunum landsins, Skálholti og Hólum, var ekki um bein á'hrif dönskunnar að ræða og hún var aldrei skólamálið. Islenzk- unni var hins vegar sýndur lítill sómi og var enn ekki til sem kennslugrein. Dönsku áhrifin, sem settu svip sinn á lands- stjórnina og réttarfarið, náðu aldrei að neinu ráði til íslenzku kirkjunnar. Prestar landsins hlutu menntun sína í landinu sjálfu. Biskupar höfðu um lengri tíma verið íslendingar og um presta kom auðvitað varla annað til greina. Hve mikilvægt atriði þetta er í raun og veru sézt bezt á því, að klerkastéttin réði ekki aðeins öllu í tveim menntastofnunum landsins, sem höfðu að- setur sitt á biskupsstólunum, heldur sá um og hafði eftirlit með allri barnafræðslu í landinu.16 I ljósi þessara staðreynda verður ekki annað sagt, að þrátt fyrir þann danska blæ, sem var á landsstjórninni og réttarfarinu, og sem í sjálfu sér mátti rekja til landsstjórnarlegra, en ekki þjóðernislegra orsaka, bendir ekkert til þess, að danskir valdhafar hafi unnið markvisst að út- rýmingu íslenzks þjóðernis. Slíkt hefði heldur ekki samrýmzt eðli og tilgangi Danaveldis, þai sem ríkishugsjónin var sett ofar þjóðarhug- sjóninni og stjórnin var ekki frekar skipuð Dönum en öðrum þegnum ríkisins. Að lokum þetta: Þrátt fyrir það, að Eggerl væri ákafur baráttumaður fyrir öllu því, sem íslenzkt var, örlar hvergi í ritum hans á því, að um nokkra stjórnmálalega sjálfstæðishreyfingu hafi verið að ræða, enda var sú hugsun þá óþekkt meðal landa hans sem og annarra danskra ríkis- þegna. Hún birtist fyrst, er hrikta tók í stoðum danska einveldisins eftir 1830 og einstakar þjóð- ir innan þess höfðu krafizt stéttaþinga. Á tím- um Eggerts var hins vegar ekki um slíkt að ræða. Hann var alltaf eindreginn stuðningsmaður danska einveldisins. 1) Skírnir, X. árg. Kaupmannah. 1836, bls. 47. 2) Vilhj. Þ. Gíslason í formála fyrir ljóðum Eggerts í ,,Islenzk úrvalsrit“, Rvík 1953, bls. VII. 3) Halldór Hermannsson í Islandica, XVI. bindi, New York, 1925, bls. 7. 4) Lbs. 472 4to. Hluti til víða á prenti. 5) Eggert Ól. Islenzk kvæðabók, Endurkviða, 19. vísa, Kaup. 1832, bls. 233. 6) Sama. Föðurlandsminni (brúðkaupskvæði) 10. vísa, bls. 186, og Um siglingu frá Kaupm.h. til íslands 1760, 16. vísa, bls. 191. 7) Jón Aðils Jónsson í Islenzkt þjóðerni, Rvík 1903, 36 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.