Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 43

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 43
kennd, sem leiddi til landnáms íslands. Þá óbeit, sem þeir höfðu á því að hlýða, en hún er and- stæð þeirra undirgefni, sem gætir svo mjög hjá ýmsum öðrum þjóðflokkum; því næst hina sterku og auðvöktu sómatilfinningu, sem leiddi auð- veldlega til ættarvíga og á síðari tímum til harðra blaðadeilna. Að lokum hina sterku réttlætistil- finningu, sem kom fram í háþróuðu og flóknu réttarkerfi. Þessarar réttlætistilfinningar verður jafnvel vart hjá svo harðleiknum víkingi og Agli Skalla- grímssyni. Hann kveður dóm yfir Steinari með tign og réttlátum strangleika.* Það er auðskilið, að réttlætistilfinningin getur orðið að þrætugirni og óþarfa formfestu, jafnt og sómatilfinningin getur orðið að hefndarþorsta. Þegar maður tekur sér Islendingasögu í hön J, verður maður undrandi yfir því, hve andstæð- urnar leikast á af mikilli list. Annars vegar dæmalaust látleysi, skýrleiki og tryggð við veru- leikann í öllu hinu óbundna máli. Hins vegar formdýrkun, íburður og óskýrleiki af ásettu ráði í hinum mörgu kvæðum, sem innan um eru. Sér til mikillar undrunar rekst lesandinn á svipaðar mótsetningar í hinum ýmsu manngerð- um, sem hinar gömlu frásagnir lýsa. Annars vegar er bardagamaðurinn, sem er djarfur og hugaður íþróttamaður og heldur í heiðri ein- faldar lífsreglur um æru og hefnd. Hins vegar lagamaðurinn, sem er skarpskyggn, slægur og formlegur. — Þetta er andstæðan milli óvenju- legs einfaldleika og íburðar, sem á sér djúpar rætur. I grundvallaratriðum fjalla íslendingasögurn- ar mest um þessi tvö atriði, stríðsmennsku og réttarfar. Og þetta tvennt er óaðskiljanlegt, því að sérhvert ofbeldisverk og sérhvert manndráp verður að jafna á lagalegan hátt. * Sjá Egils sögu, útgátu Menningarsjóðs 1945, bls. 212 (þýð.). Georg Brandes flytur fyrirlestur. (Málverk eftir P. S. Kröyer, 1902). Hér er það eins og hjá Forn-Grikkjum. Hinn vitri Odysseifur stendur andspænis 'hinum hrausta Akkilles. Sá einn er munurinn, að hinn gríski Odysseifur hefur sitt góða höfuð einungis frá náttúrunni, en hinn íslenzki á það að þakka lög- speki sinni. Já, Islendingum hefur tekizt að gera iþessa lögspeki mjög skáldlega. Sem skáldleg per- sóna bar Njáll af öllum hinum gustmiklu hetj- um með hógværð sinni og ráðkænsku. En það útilokar ekki þá staðreynd, að lög- spekin er nú í blóma á íslandi, ásamt dirfskunni. Það er arfur frá norskum forfeðrum. Ef unnt er að líta á mál frá tveimur hliðum, hinni lagalegu og hinni mannlegu, þá er enginn vafi á því, að hinir viðkunnanlegu eyjarskeggjar freistast til að líta á það frá hinu lagaJega sjónarmiði. Það sem har hæst á íslandi til forna var íormdýrkunin. Hún er miklu meira áberandi en STEFNIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.