Stefnir - 01.11.1960, Síða 43
kennd, sem leiddi til landnáms íslands. Þá óbeit,
sem þeir höfðu á því að hlýða, en hún er and-
stæð þeirra undirgefni, sem gætir svo mjög hjá
ýmsum öðrum þjóðflokkum; því næst hina sterku
og auðvöktu sómatilfinningu, sem leiddi auð-
veldlega til ættarvíga og á síðari tímum til harðra
blaðadeilna. Að lokum hina sterku réttlætistil-
finningu, sem kom fram í háþróuðu og flóknu
réttarkerfi.
Þessarar réttlætistilfinningar verður jafnvel
vart hjá svo harðleiknum víkingi og Agli Skalla-
grímssyni. Hann kveður dóm yfir Steinari með
tign og réttlátum strangleika.*
Það er auðskilið, að réttlætistilfinningin getur
orðið að þrætugirni og óþarfa formfestu, jafnt
og sómatilfinningin getur orðið að hefndarþorsta.
Þegar maður tekur sér Islendingasögu í hön J,
verður maður undrandi yfir því, hve andstæð-
urnar leikast á af mikilli list. Annars vegar
dæmalaust látleysi, skýrleiki og tryggð við veru-
leikann í öllu hinu óbundna máli. Hins vegar
formdýrkun, íburður og óskýrleiki af ásettu ráði
í hinum mörgu kvæðum, sem innan um eru.
Sér til mikillar undrunar rekst lesandinn á
svipaðar mótsetningar í hinum ýmsu manngerð-
um, sem hinar gömlu frásagnir lýsa. Annars
vegar er bardagamaðurinn, sem er djarfur og
hugaður íþróttamaður og heldur í heiðri ein-
faldar lífsreglur um æru og hefnd. Hins vegar
lagamaðurinn, sem er skarpskyggn, slægur og
formlegur. — Þetta er andstæðan milli óvenju-
legs einfaldleika og íburðar, sem á sér djúpar
rætur.
I grundvallaratriðum fjalla íslendingasögurn-
ar mest um þessi tvö atriði, stríðsmennsku og
réttarfar. Og þetta tvennt er óaðskiljanlegt, því
að sérhvert ofbeldisverk og sérhvert manndráp
verður að jafna á lagalegan hátt.
* Sjá Egils sögu, útgátu Menningarsjóðs 1945, bls.
212 (þýð.).
Georg Brandes flytur fyrirlestur.
(Málverk eftir P. S. Kröyer, 1902).
Hér er það eins og hjá Forn-Grikkjum. Hinn
vitri Odysseifur stendur andspænis 'hinum hrausta
Akkilles. Sá einn er munurinn, að hinn gríski
Odysseifur hefur sitt góða höfuð einungis frá
náttúrunni, en hinn íslenzki á það að þakka lög-
speki sinni. Já, Islendingum hefur tekizt að gera
iþessa lögspeki mjög skáldlega. Sem skáldleg per-
sóna bar Njáll af öllum hinum gustmiklu hetj-
um með hógværð sinni og ráðkænsku.
En það útilokar ekki þá staðreynd, að lög-
spekin er nú í blóma á íslandi, ásamt dirfskunni.
Það er arfur frá norskum forfeðrum. Ef unnt er
að líta á mál frá tveimur hliðum, hinni lagalegu
og hinni mannlegu, þá er enginn vafi á því, að
hinir viðkunnanlegu eyjarskeggjar freistast til
að líta á það frá hinu lagaJega sjónarmiði.
Það sem har hæst á íslandi til forna var
íormdýrkunin. Hún er miklu meira áberandi en
STEFNIR 41