Stefnir - 01.11.1960, Page 44
guösdýrkunin, án tillits til þess, hvort um var að
ræða guðsdýrkun í heiðnum eða kristnum sið.
Form er menning. ()11 siðmenning birtist í
gæzlu ákveðinna forma. Siðleysið er formlaust.
Jafnt í skáldskap sem í lífinu sjálfu er það
ekki gott að nota formið formsins vegna. Það
er með formið eins og eldinn, það er ágætur
þjónn en varasamur húsbóndi.
í nútímastjórnmálum íslands eru einkenni,
sem um lagalega skarpskyggni minna á þau
brögð, er Njáll kenndi Gunnari, svo að hann
gæti náð fénu af Hrúti.*
Stjórnmálastefna íslands hefur hingað til
gengið í þá átt, sem mjög eðlileg verður að
teljast, að krefjast sjálfstæðis eyjunni til handa.
Danmörk hefur allt of lengi verið andstæð hinum
sjálfsögðu kröfum og óskum ykkar. Það hefur
kostað baráttu að sigrast á venjubundnum kredd-
um hér sem alls staðar annars staðar, og þó
hefur baráttan ef til vill verið harðari hér, því
að hið danska stærilæti er lífsseigt. Þótti íslend-
inga er heldur ekki alltaf þægilegur.
Ég vonast til, að þið fáið fljótlega síðustu
kröfur ykkar uppfylltar, svo að við getum í sam-
einingu farið að fást við frjósöm störf.
Á seinustu árum hefur í æ ríkari mæli orðið
vart þeirrar tilhneigingar hjá hinum norrænu
þjóðum, að einangra sig hver frá annarri.
En við megum ekki gleyma því, að í augum
Evrópu eru hinar norrænu þjóðir ekki til hver
í sínu lagi. I augum Evrópu erum við aðeins til
sem Norðurlandaþjóðirnar, og þykjum nógu
smáar sem slíkar.
Til allrar hamingju eiga ísland og Danmörk
* Sjá Brennu-Njáls sögu útg. Hið íslenzka fornrita-
félag, bls. 58—68 (býð.).
margt sameiginlegt, bæði í andlegum og stjórn-
málalegum efnum. Ekkert sameinar fólk eins
mikið og vitneskjan um að hafa þolað saman
súrt og sætt, og sameiginlegur vilji til stórátaka
í náinni framtíð.
Þann vilja skulu báðar þjóðirnar gera að
veruleika og láta hann ná fram að ganga.
Það er betra en að þið missið æsku ykkar til
Kanada og við okkar til Bandaríkjanna.
Við skulum sameiginlega takast á við vanda-
málin og standa þéttar saman.
Við skulum blanda blóði, eins og fóstbræður
gerðu fyrr á öldum, •—• og auk þess á annan hátt.
Þegar danskt og íslenzkt blóð blandast saman,
verður árangurinn góður. Thorvaldsen er dæmi
um slíka kynblöndun, sömuleiðis Finsen.
ísland verður að komast úr þeirri einangrun,
sem það hefur verið í. Næst þegar Evrópuland
býður heim þjóðþingum Norðurlanda, munu
menn ekki þora að láta Island vanta.
Hið auðuga menningarlíf á eyjunni til forna,
var að minnstum hluta heimatilbúið. Það varð
til vegna mikilla samskipta við önnur lönd. Á
þann hátt mun verða ný vakning, bæði í and-
legum og veraldlegum efnum.
Bóklega iðju, sem svo lengi var stolt íslands,
þarf ekki að vanrækja. En ungir menn verða nú
að helga krafta sína atvinnuvegum nútímans,
verzlun og iðnaði.
Þá þurfa menn á Islandi ekki lengur að horfa
fram í ókomna framtíð, til að sjá framkvæmdir
hefjast. Þá mun tíminn verða verðmæti á íslandi.
Að lokum nær ísland samtíð sinni, já og kemst
fram úr henni.
ísland framtíðarinnar mun standa íslandi for-
tíðarinnar langtum framar.
42 STEFNIR