Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 46

Stefnir - 01.11.1960, Blaðsíða 46
Það hafði ekki rignt í nokkra daga og hænsnin kroppuðu óþolinmóð á þurri jörðinni og hlupu stefnulaus fram og aftur um veginn. Nágranni gekk hjá. „Bíðurðu eftir Packy?“ sagði nágranninn vin- gjarnlega og stanzaði andartak, tók af sér hatt- inn og iþurrkaði svita dagsins úr andlitinu. Þetta var gamall maður. „Það er heitt í dag!“ sagði hann. „Það verður erfitt fyrir Packy á gamla hjólinu sínu. Ég vildi ekki hjóla fjórar mílur á slíkum degi!“ „Packy mundi hjóla þessa leið tvisvar ef hann ætti von á bók við leiðarendann!“ sagði ekkjan með stolti þess sem ekki getur lesið nema eina eða tvær línur erfiðislaust. Mínúturnar liðu hægt. Ekkjan horfði stöðugt í sólarátt. „Ég held að hitinn sé verri en rigningin,“ sagði nágranninn eins og annars hugar um leið og hann sleit langan stilk af strái sem óx milli tveggja steina og byrjaði að sjúga endann á honum. „Maður gæti fengið sólsting á slíkum degi!“ Hann leit til sólarinnar. „Sólin er hættu- leg,“ sagði hann. „Hún gæti valdið því, að mað- ur félli niður steindauður!“ Ekkjan hallaði sér lengra út yfir hliðið. Hún horfði upp eftir hæðinni í átt til borgarinnar. „Hann fær iþó að minnsta kosti svala golu í andlitið þegar hann kemur niður hæðina,“ sagði hún. Maðurinn horfði upp eftir hæðinni. „Það er satt. Á heitasta degi ársins leikur svalur and- vari um andlitið þegar maður fer á hjóli niður hæðina. Maður finnur silkimjúkt loftið leika um kinnarnar. Og á veturna er eins og hnífar bliki sitt til hvorrar handar og fletti skinninu af and- litinu eins og þegar berkinum er flett af gulrófu.“ Hann saug stráið hugsandi. „Þetta hlýtur að vera einhver brattasta hæð á Irlandi,“ sagði hann. „Þetta er hæð sem á nafnið skilið.“ Hann tók stráið út úr sér. „Ég held,“ sagði hann og horfði alvarlega á ekkjuna — „ég held að þessi hæð sé merkt með nafni á landabréfinu!“ „Ef svo er,“ sagði ekkjan, „getur Packy sagt þér allt um það. Ef hann er ekki með bók 1 höndunum þá er hann með landabréf.“ „Er það svo?“ sagði maðurinn. „Það er merki- legt. Landabréf er merkilegur hlutur. Það getur ekki hver sem er gert landabréf.“ Ekkjan var ekki að hlusta. „Ég held ég sjái Packy!“ sagði hún, og opn- aði tréhliðið og gekk út á akveginn. Efst uppi á hæðinni sáust reykjarmekkir þeg- ar hjólið kom í ljós. Svo sást glampa á bláa skyrtu er Packy kom á fleygiferð niður, með hendurnar á stýrinu, og ljóst hárið flaksandi aftur á hnakka. Hæðin var svo brött og hann kom á svo mikilli ferð niður, að manninum og konunni, sem stóðu niðri á jafnsléttu, virtist hann ekki hreyfast, heldur fannst þeim trén og runnarnir við veginn, þjóta burt sitt hvoru megin við hann. Hænurnar og kjúklingarnir klökuðu og tístu og hlupu fram og aftur um veginn og leituðu að öruggum felustað í skurðunum. Packy veifaði móður sinni. Hann kom nær og nær. Þau gátu séð freknunar á andliti hans. „Burt!“ hrópaði Packy til hænsnanna, sem enn voru ekki farin af veginum. Þau hlupu og teygðu fram álkuna. „Burt!“ hrópaði móðir Packys um leið cg hún lyfti svuntunni sinni og blakaði henni til að hræða þau úr vegi hans. Það var ekki fyrr en eftir að slysið hafði gerzt, að ekkjan fór að hugleiða, að ef til vill hefði hún hrætt gömlu ungahænuna með því að banda með svuntunni, og þannig stuðlað að því að hún flaug yfir garðinn og staðnæmdist ekki fyrr en úti á miðjum veginum. Gamla hænan settist fyrst á grösugan skurð- bakkann og horfði áttavillt á hænurnar og kjúkl- ingana, sem hlupu ýmist lil hægri eða vinstri. 44 STEFNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.