Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 47

Stefnir - 01.11.1960, Qupperneq 47
Svo þandi hún fjaðrirnar, teygði álkuna og gaf frá sér tryllingslegan skræk og þaut út á heitan og rykugan veginn. Packy snögghemlaði. Ekkjan æpti upp yfir sig. Hvítar fjaðrir þyrluðust upp og blóð spraut- aðist. Hjólið beygði til hliðar og féll. Packy hentist fram yfir stýrið. Þetta var ósköp 'hversdagslegt óhapp og enda þótt ekkjan hljóðaði upp yfir sig og gamli mað- urinn liti í kringum sig til að aðgæta hvort hjálp væri nærri, þá datt hvorugu þeirra í hug að Packy væri alvarlega meiddur. En þegar þau hlupu til og lyftu höfði hans og sáu að hann gat ekki talað, þurrkuðu þau hlóðið framan úr honum og horfðu í kringum sig örvæntingarfull, til að sjá, hve langt þau þyrftu að bera hann. Það voru aðeins fáir metrar að kofadyrun- um, en Packy var látinn áður en þau komu hon- um yfir þröskuldinn. „Hann er bara í dái!“ hrópaði ekkjan, og hún bað mennina, sem höfðu safnazt saman fyrir utan dyrnar, að gera eitthvað fyrir hann. „Náðu í lækni!“ kallaði hún og ýtti ungum verkamanni til dyra, sem kominn var inn. „Flýttu þér! Flýttu þér! Læknirinn lífgar ‘hann við!“ En nágrannarnir sem komu alls staðar að, gerðu krossmark fyrir sér og féllu á kné um leið og þeir komu inn og sáu drenginn mátt- lausan og lífvana í fletinu, með ryk, óhreinindi og svita í stirðnandi andlitinu. Þegar ekkjan sannfærðist að lokum um að sonur hennar væri dáinn þurftu hinar konurnar að halda henni. Hún barði handleggjunum og reyndi að losa sig. Hún sagðist ætla að snúa all- ar hænurnar í garðinum úr hálsliðnum. „Ég ætla að drepa þær allar. Hvaða gagn gera þær mér nú? Allar hænur í heiminum eru ekki á við einn dropa mannlegs blóðs. Gamla unga- hænan var ekki nema í mesta lagi sex shillinga virði. Hvað eru sex shillingar? Er það á við líf vesalings Packys?“ Eftir nokkra stund hætti hún óráðshjalinu og leit frá einu andliti til annars. „Hvers vegna ók hann ekki yfir gömlu hæn- una?“ spurði hún. „Hvers vegna reyndi hann að bjarga ’hænu, sem var ekki nema sex shillinga virði? Vissi hann ekki að hann var móður sinni miklu meira virði en gömul hæna, sem átti að fara í pottinn einhvern næstu daga? Hvers vegna gerði hann þetta? Hvers vegna steig hann á bremsurnar þegar hann var að fara niður eina bröttustu hæðina í þessu landi? Hvers vegna? Hvers vegna?“ Nágrannarnir klöppuðu henni á handlegginn. „Svona nú!“ sögðu þeir. „Svona nú!“ Og það var allt sem þeim gat dottið í hug að segja og þeir sögðu það aftur og aftur. „Svona nú! Svona nu! Og í mörg ár eftir þetta, hvenær, sem ekkjan talaði um Packy við nágrannana, sem komu inn til að stytta henni stundir í einn eða tvo klukku- tíma, spurði hún alltaf sömu spurningarinnar; sömu óþreytandi spurningarinnar: „Hvers vegna mat hann líf gömlu ungahæn- unnar meira en sitt eigið?“ Og fólkið gaf alltaf sama svar. „Svona nú!“ sögðu þeir, „svona nú!“ Og þeir sátu eins þögulir og ekkjan sjálf og horfðu inn í eldinn. En vafalaust hafa einhverjir þessara nágranna ekki getað látið hjá líða að hugleiða hvað hefði gerzt ef Packy hefði ekki látið undan ótta sín- um, en ekið beint yfir gömlu ungahænuna? -— Og vafalaust hafa sumir þeirra starað inn í glæð- urnar og dregið upp mynd af atvikum slyssins í huga sér, breytt og bætt við þar sem þeim fannst betur fara og þannig fengið nýjan endi á söguna. Því þetta fólk þekkti ekkjuna og það þekkti Packy, og þegar þú þekkir fólk vel er jafn auðvell að gera sér í hugarlund hvað það muni segja og gera undir vissum kringumstæð- um eins og að muna hvað það raunverulega STEFNIR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.