Stefnir - 01.11.1960, Page 49
fótinn og dró hann með jörðinni unz hann stanz-
aði hjólið snögglega. Hann lagði hjólið hrana-
lega frá sér og hljóp til baka. Ekkjan gat ekki
horft á. Hún dró svuntuna upp fyrir höfuð.
„Hann hefur drepið ungahænuna mína!“
sagði hún. „Hann hefur drepið hana!“ og hún
lét svuntuna falla og tók á rás upp hæðina.
Gamli maðurinn skyrpti út úr sér stráinu, sem
hann hafði verið að tyggja, og hljóp á eftir
konunni.
„Drapstu hana?“ hrópaði ekkjan, og þegar
hún kom nógu nærri til að sjá blóðið og fjaðrirn-
irnar hóf hún upp arminn og kreppti hnefann
svo hnúarnir hvítnuðu. Packy var hálfboginn
yfir hræi fuglsins og nú skaut hann upp öxlun-
um eins og til að verjast höggi. Á fótum hans
voru blóðslettur og brúnar og hvítar fjaðrir af
dauðu hænunni voru á fötum hans og höndum
og dreifðar yfir veginn. Sumar stuttu nærfjaðr-
irnar svifu enn í rykugu loftinu.
„Ég gat ekki gert að þessu, mamma. Ég gat
ekki gert að þessu. Ég sá hana ekki fyrr en um
seinan!“
Ekkjan tók hænuna upp og athugaði hana i
krók og kring. Hún hélt í bringubeinið og lét
langan hálsinn lafa. Svo tók hún allt í einu i
annan fót hænunnar, lyfti henni upp fyrir höfuð
og barði drenginn í bakið með blóðugum
skrokknum hvað eftir annað. Blóðið sprautaðist
í andlit hans og hendur, yfir fötin hans og Ijóst
rykið á veginum umhverfis hann.
„Hvernig dirfustu að ljúga að mér!“ æpli
hún, andstutt milli högganna. „Þú sást hænuna.
Ég veit þú sást hana. Þú stanzaðir og blístraðir!
Þú kallaðir! Við fylgdumst með þér. Við sáum
til þín.“ Hún sneri sér að gamla manninum.
„Er það ekki rétt?“ spurði hún. „Hann sá hæn-
una, gerði hann það ekki? Hann sá hana?“
„Mér virtist það,“ sagði gamli maðurinn, hik-
andi, og horfði á fuglinn, sem dinglaði í hendi
ekkjunnar.
„Þarna sérðu!“ sagði ekkjan. Hún henti hæn-
unni frá sér á veginn. „Þú sást hænuna fyrir
framan þig á veginum eins greinilega og þú
sérð hana núna,“ sagði hún ásakandi, „en þú
vildir ekki stanza til að bjarga henni því þér
lá svo mikið á heim til að fylla magann! Var
það ekki þannig?“
„Nei, mamma! Nei! Ég sá hana reyndar, en
það var of seint að gera nokkuð.“
„Nú viðurkennir hann að hafa séð hana,“
sagði ekkjan, og sneri sér sigri hrósandi að á-
horfendunum, sem höfðu komið er þeir heyrðu
hávaðann.
„Ég neitaði aldrei að hafa séð hana!“ sagði
drengurinn, og beindi máli sínu til áhorfend-
anna eins og þeir væru dómarar.
„Hann neitar því ekki!“ æpti ekkjan. „Hann
stendur hér án þess að' skammast sín, og viður-
kennir fyrir öllum heiminum, að hann hafi séð
hænuna eins greinilega og nefið á sér, og samt
ók hann yfir hana án þess að hugsa sig um!“
„En 'hvað gat ég gert annað?“ sagði dreng-
urinn og sló út annarri hendinni; hann beindi
máli sínu bæði til áhorfenda og ekkjunnar. „Ef
ég hefði stigið á bremsurnar á svona mikilli
ferð í brekkunni, hefði ég henzt fram af hjól-
inu!“
„Og hvað ætli það hefði svo sem gert þér?“
hrópaði ekkjan. „Ég sá þig oft fara í loftköstum
þegar þú varst að fljúgast á við Jimmy Mack,
og ég heyrði þig aldrei kvarta eftir á, þó blóð
rynni úr hnjám og olnbogum, og andlitið á þér
væri skrapað eins og rist!“ Hún sneri sér að
fólkinu. „Það er eins satt og Guð er yfir mér.
Hann kom stundum inn með fossandi blóðnasir
og glóðarauga. Hendurnar á mér voru oft stirð-
ar í viku þegar ég hafði verið að útbúa plástra
á hann til að koma andlitinu í rétt horf aftur.“
Hún sneri sér aftur að Packy. „Þú ert ekki
hræddur í trjám, er það? Þú ert ekki hræddur
við að klifra upp á þak á eftir ketti, eða hvað?
STEFNIR 47