Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 13

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 13
9 B L I K ofan á sig. Nú er ég búinn að borða, og ekkert illt hafði komið fyrir ennþá, kjóllinn alltaf jafn hreinn. En hvert átti ég nú að fara? Nú var komin rigning, svo að ekki var hægt að fara út í nýja kjólnum, og áð fara úr hon- um, nei, það kom ekki til nokk- urra mála. Já, hvert átti að fara? Þarna var stofuhurðin alveg gal- opin og svo tælandi, ætti ég að fara inn? Nei, það var ekki hægt, það var nýbúið að banna mér að fara þangað inn. En hvernig er það, er nokkur, sem sér til mín núna? Nei; engin sála var á ferð- irtni. Eg læðist inn og lít í kring um mig. Nei, en sú dýrð! Skrif- stofuskápurinn hans pabba var opinn. Þarna voru blöð og blý- antar, og þarna var blek! Loks- ins fékk ég tækifæri til að skrifa með bleki. En méð hverju átti ég að skrifa, hér var ekkert, sem líktist því, sem pabbi notaði, þegar hann skrifaði. Æ, hvað á ég nú áð gera, hugsaði ég, því að ég vissi, að þetta var eina tækifærið til þess að fá að skrifa með bleki. Eg varð með einhverju móti að reyna að ná í sjálfblekunginn hans pabba, sem var í jakkavas- anum hans. Ég sneri mér við, til þess að ganga út úr stofunni, en æ, nú fór illa, blekbyttan datt ofan í stólinn hennar mömmu og nú bunaði blekið úr henni. Ég 'flýtti mér að taka blekbytt- una upp og láta tappann í hana 02' stin^a lienni inn í skrifborð- ið. En hvað var þetta? Stór blek klessa var á stólnum liennar mömmu, og nú heyrði ég, að ein- hver var að koma. Ég flýtti mtr að setjast í stólinn. Nú kom pabbi í dyrnar. Hann leit dálítið hvasst á mig og sagði síðan: ,,Var ekki búið að banna þér að vera hérna?“ „Jú,“ svaraði ég víst með skjálfandi röddu, því að hann blíðkaðist qgn og sagði mér að fara út og gera aldrei það, sem ég ætti ekki að .gera. Ég sat kyrr eftir sem áður, því að ég vissi af klessunni í stólnum. Hjartað í mér stöðvaðist og það hljómaði sífellt fyrir eyrunum á mér: Klessan, klessan, en pabbi sá ekk- ert, fyrr en ég var að sleppa út úr dyrunum, en þá kom það. „Hvað er að sjá aftan á þig? þú ert öll blá?“ Hvað sagði hann? Var nýi kjóllinn minn orðinn blár að aft an? Ó, nú skildi ég, auðvitað hafði blekið komizt í nýja kjól- inn, þegar ég settist. í stólinn. Ég rak upp hræðilegt öskur. Mamma og pabbi þutu til mín til þess áð vita, hvað að mér gengi. í fyrstu gat ég hvorki né þorði að segja neitt, en svo sá ég, að ég yrði að segja allt saman , hvernig svo sem viðtökurnar yrðu. Þau sögðu ekki neitt, en gengu bæði að stólnum. , Ég rétt þorði að líta upp, en hvað var þettá?, Pabbi var allur

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.