Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 16

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 16
B L I K 12 en faðir þeirra var strangur við þau og ætlaði ekki a'ð leyfa þeim það. En nú varð hann að láta í minni pokann fyrir börnum sín- um. Þau linntu ekki látum, fyrr en hann gaf samþykki sitt. Þegar fólk var gengið til rekkju, fóru börnin saman út. Þau fóru inn í fjárhúsið, sem var á túriinU og settust upp í jötuna. Öll voru að hugsa um skrímslið. Ef það kæmi nú, það væri hræðilegt. Þau máttu ekki heyra minnsta þrusk, svo hrædd voru þau um, að þar kæmi skrímslið. Þau þorðu naum ast að fara út og reka úr túninu. Nú fóru augnalokin að þyngjast. Hvað var þetta, þarna kom skrímslið askvaðandi. Það var ægilegt á áð líta. Það æddi í átt- ina til barnanna. Þau hentust upp úr jötunni út úr fjárhúsinu og hlupu allt hvað af tók, en það dugði ekki. ,,Skrímslið“ hvæsti um leið og það þreif eitt barnið. Og nú vöknuðu þau-öll samstundis og heyrðu, að faðir þeirra var áð hóa úr túninu. Það var hóið í hon- um, sem börnunum fannst vera hvæsið í „skrímslinu". Það greip þau ótti, ekki við „skrímslið” heldur við föður sinn. Hváð skyldi hann segja, sjálfsagt flengir hann okkur fyr- ir að sofna á verðinum. Þau fóru út skjálfandi af hræðslu við, að nú mundu þau fá flengingu. ,.Þið hefðuð átt að vera fimm“ var það eina, sem hann sagði um leið og hann glotti. En börnin fengu aldrei að vaka saman upp frá' þessu, og þau sofnuðu heldur aldrei eftir þessa minnisstæðu nótt, sem átti að vera vökunótt. — Kristin Ásmundsdóttir II. bekk. — o — Komið var fram í janúar. Jörð- in var hulin miklum snjó, er fall ið hafði darana áður. o Ég og Stebbi vinnumaður vor- um nýkomnir frá fjárhúsunum kvöld nokkurt, þegar faðir minn sendi mig með bréf til Hávarðs bónda á Skeggjastöðum. Ég bjó mig í skyndi, smurði skíðin og tók Kol með mér. Kol- ur var stór, skozkur hundur með mjög skarpa sjón og heyrn og gat rakið spor. Himinninn var heiðskír og dálítil gola blés úr suðri, er við lögðum af stað. Nú segir ekki af ferð okkar, fyrr en við komum að klettuin nokkrum, sem eru á miðri leið milli Skeggjastaða og Hóla, þar sem ég átti heima. Gjá var í klettunum, er við þurftum að fara um. Mér varð litið á Kol og sá, að hann stanzaði. Hár hans Vofan.

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.