Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 18

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 18
H B L I K móti þessu, þar sem ég hafði alclrei orðið vör við neitt yfir- náttúrlegt. En svo var það dag einn, að atburður sá gerðist, er varð þess valdandi, að ég varð a'ð trúa. Við krakkarnir vorum látin hirða skólann að öllu leyti og var ræstingu hans skipt niður á okkur á þann hátt, að 7 manna ílokkur sá um hana í einu. Dag þann, er þetta gerðist, var það minn flokkur, sem leysa átti verkið af hendi. Ég tók mér því fötu í hönd og hugðist byrja. En þegar ég ætlaði að taka vatnið, var ekkert volgt vatn á efri hæð inni og því ekki um annáð að gera en sækja það niður í sund- laug, og gerði ég það. En því er þannig háttað þar, að gegnt dyr- um þeim, sem um er gengið, en hinum megin við laugina, eru aðrar dyr inn í sturtuklefa. Ekkert ljós var í lauginni, að- eins í gangi fyrir framan, og lagði þaðan daufa skímu inn. Ég fer svo þarna inn og krýp niður á barm laugarinnar og eys upp í fötuna, og er að standa á fætur, en hvílík angist gagntekur mig ekki, þegar ég sé, að einhver ljós- leit vera þokast hægt fram úr dyr um sturtuklefans og fram á gólf- ið. Ég verð magnlaus af hræðslu og rek upp angistaróp. En — það er sem hníf sé stungið í hjarta mér, þegar úr hinum enda laug- iirinnar kveður við álíka skelf- ingarfullt vein frá hinni dular- fullu veru. Ég missi fötuna og hún fellur með ónota skvampi niður í vatn- ið, og ég veit ekki enn þann dag í dag, hvaða kraftur varð þess valdandi, að ég komst fram á ganginn. En þar stóð ég þá aug- liti til auglitis vi'ð eina skóla- systur mína, sem var í mjög svip- uðu ásigkomulagi og ég, sem sagt náföl og titrandi frá hvirfli til ilja. „Varst það þú?“ stama ég út úr mér. ,,Já“, var svarið. Við tókumst í hendur og leiddumst upp í herbergi okkar. Seinna um kvöldið var mikið um þetta tal- að og mikið hlegið. Vildi ég nú halda því fram fastar en áður, áð hinn svokahaði draugagangur ætti alltaf rót sína að rekja til veruleikans. Meðal þeirra, sem tóku þátt í gleðskap þessum, var einn strákur, en þar sem komið var fram yfir þann tíma, sem strákarnir máttu vera inni í her- bergjum stúlkna, þá kom ekki lítið fát á okkur, er við heyrð- um, að skólastjóri var að ganga á herbergin. Við gripum þá til þess neyðarúrræðis að drífa dreng bak við fatahengi, sem var í einu horni herbergisins. Það mátti heldur ekki tæpara standa, því að nú var knúið á dyrnar og skólastjóri birtist í gættinni og okkur til mikillar armæðu kem- ur hann inn. Svo fór hann að ganga um gólf og spjalla um alla

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.