Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 29

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 29
B L I K 2JS Þar er einnig Dadda in dáðum prýdda. Hún knýr skólaböng. Hennar hljómar eru Döddu- hljómar. Þeir hrífa skatna til skyldustarfa og trufla svefn sísof enda. í annarri deild klaka hárgulir ernir og hlakka yfir veiði, því að össur vaka út við dyr í þriðju deild. Þar hlýðir Dadda þunnu eyra. Við hlið hennar situr Svana in svása. Hún er kvenkost- ur góður hæði sakir ættar og elju enda runnin frá Piladelpíu. Hún færir syndalistann fyrir Sankti Pétur. Hún tignar Pýþa- goras. Við hennar hlið situr Gréta á grænum kjól. Hún er væn og vitur og vekur yndi yngissvein- um. Hennar hreyflar eru knúð- ir hárolíu og reynast vel í „Gúanó“. Hún tilbiður Theó- dór. Hann er búhöldum mikill og menntur vel, hógvær og ljúf- ur, gegn og góður og trúir á gúð. Þá er þar Tryggvi inn tigin- borni. Hantr er drengur í raun, djúpvitur og rnaður mjöglesandi. Hann hefir góða stjórn á skútu sinni og lætur aldrei reka á reið- anum. Forfaðir hans var Harald- ur konungur gullskegg. Út við gluggann situr Guðný í rauðri peysu. Hún elskar ljósið. Hún er goðkynjuð al Austfjörð- um, og sjálf er hún ristill á forna vísu. Við hana líkar hverjum manni vel. Gísli er maður nefndur, gegn og góðfengur. Hann er mjög siglandi og talar danska tungu, enda dvalið með Dönum og snætt með þeim baunir og bola- spað. Þrjár eru vanadísir í þriðju deild. Fyrst er Ósk in nrilda. Hún er af sægörpum getin að öðru kyni, dáðrík og drengur góður. Hún er söngelsk og slær hörpu. Onnur er Björg. Hún er trygg lynd og talprúð, hyggjudjúp og hæglát. Að henni gezt hverjum manni vel. In þriðja er Ásdís in eljun- prúða. Hún er ljóðadís og laga- og trúir á forlög. Henni rennur austfirzkt blóð í æðum, kunnugt þar um slóðir fyrir drengskap og dáðir. Sannast áð segja dáði ég þetta mannval og fylltist trú á fram- tíðina. Hana ól ég eigi fyrr. Þá skyggndist ég inn í aðra deild. Unnsteinn er þar afreks- menni. Hann er hláupagarpur mikill, varpar kúlu og kastar spjóti. Hann býr yfir slíku ægi- afli, að hann brýtur bein sín sem fúasprek, ef ærsli hlaupa í hann, enda etur hann l.auk svo að lykt- ar og Mugg inum rnæta súrnar í augunum. Þar er Dengsi, drengur góður.

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.