Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 25

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 25
B L 1 K 2 1 að dansa ekki við mennina, ef þeir eru drukknir, og segja þeim bara lireinskilnislega ástæðuna fyrir því. Ég hugsa, að sumir yrðu sneyptir, þ. e. a. s. ef þeir eru ekki því einfaldari, ef hver stúlkan á fætur annarri neitaði þeim. En því miður eru sumar stúlk- úr ekkert l>etri, svo að þeir geta alltaf að minnsta kosti skemmt sér með þeim. Samt sem áður hef ég heyrt einn ungan mann ségja, áð það þýddi ekkert fyrir sig að vera ölvaður á dansleikj- um, vegna þess að stúlkurnar neituðu sér um dans í hrönnum eða skiluðu sér strax. Þarna er það eitthvað í áttina. Um tóbaksneyzluna er þáð að segja, að hún er miklu almenn- ari heldur en vínneyzla. Það er staðreynd, að reykingar og þessháttar eru fyrsta sporið í áttina til neyzlu áfengis. Flestir, sem byrja að drekka, eru búnir að neyta tóbaks í lengri eða skemmri tíma. Nú er svo komið, að fjöldinn allur af ungum strákum eru svælandi allan daginn, sleppa ekki vindl- ingnum. Oftast leiðast þeir út í þetta af einhverju fikti, eða að eldri strákar gefa þeim vindlinga, eða jafnvel vindla, því að þeim þyk- ir auðvitað skemmtun í því að sjá þessa óvaninga vera að reykja. Sumir þeira yngri eru stöðugir fyrir í fyrstu, hafa lofað foreldr- unr sínum að snerta ekki vindl- ing. En þá er það tíðast, áð hinir eldri fara að hæða þá og spotta og segja: „En sá mömmudreng- ur. Að láta karl og kerlingu ráðá svona yfir sér, er það vesaling- ur.“ En það er einmitt þetta, sem fæstir standast, spott, háðung og hlátur hjá hinum eldri. Nei, þeir þola þetta ekki lengur. Það er nóg, byrjaðir áð reykja. Vonandi væri, að æskan tæki höndum saman og reyndi að efla bindindi sem mest hún mætti, og það getur hún, ef hver leggur sinn skerf fram. — Svanh. Guðmundsd. III. b. GARÐAR S. (skoðar mynda- safnið): Mamma, hversvegna er brúðurin hvítklædd? MAMMA: Af því að hún er glöð. Hvítt er merki gleðinnar, en svart táknar sorgina. GARÐAR S.: Já, nú skil ég, hversvegna brúðguminn er svart klæddur. GUNNAR (kemur skælandi inn til mömmu sinnar og kall- ar): Mamma, mamma mín, hann Emmi sló mig. M.: Jæja, gjörði hann það? Og hversvegna það? GUNNAR: Ég ætlaði að gefa honum einn undir hökuna, en þá beygði hann sig snögglega, svo að hnefinn skall í vegginn.

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.