Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 7

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 7
B L I K 3 eins og ég man hana frá því, að ég las kristin fræði í barnaskóla. Þannig er sagan á þessa leið: Ungur máður að nafni Jakob er ósáttur við bróður sinn. Hann finnur innra með sér, að hann hefir gert á hluta hans og vill sættast við hann. Hann hefir samvizkubit. Á leiðinni til bróðurins kemur sjálfur guð til hans og þeir glíma. Guð bíður hærri hlut í glímunni, þó að Jakob haldi enn í hann dauðahaldi. Guð biður þá Jakob að sleppa sér. En hann mælti: „Eg sleppi þér ekki, nema þú blessir mig.“ Það gerði guð. Enga skýringu fengum við börnin á þessari sögu. Okkur þótti hún í meira lagi kynleg og ótrúleg. Hafði guð þá gengið um jörðina og talað við menn og jafnvel glímt við þá? Hversvegna var hann hættur þessu nú? Nei, þessi saga hlaut að vera helber vitleysa. Þannig hugsuðum við börnin. Ef til vill hafa sum barnaskóla systkini mín enn þessa skoðun á sögunni. Ég hefi skipt um skoð- un. Af mínum sjónarhól séð er sagan gimsteinn. Hún felur í sér ævarandi sannleika, sem á erindi til allra manna, og ekki sízt til hugsandi æskumanna. Jakob hefir vonda samvizku. Hann er óánægður með sjálfan sig, þessi ungi maður. Guðsrödd- in í honum glæ’ðist. Sál hans er vettvangur átaka. Guðsröddin sigraði. Jakob kom úr þessum eldi sterkari, betri og víðsýnni maður, en hann áður var. Það fór um hann sem Pétur. Og hvers vegna? Vegna þess að hann sleppti ekki frá sér meðvitund- inni um guð í sál sinni. Hann naut blessunar hinnar helgu raddar og þroskaðist við ylinn af henni. Nemendur mínir, — ég vona, að þið skiljið mig. Ungi maður- inn Jakob getur verið ég eða þú, sérhvert okkar. Leiðin til þroskans liggur um grýtta refilstigu, villugjarna urð- arvegi og alls kyns erfiðleika. Hver mundi oáðstír Péturs postula hafa orðið, ef hann hefði aldrei iðrast, ef hann hefði aldrei glímt við guð sinn á stundu iðr- unarinnar, aldrei séð að sér og svo gefizt upp í baráttunni við sjálf- an sig. Þá hefði Pétur aldrei orð- ið það, sem hann varð: hin sterka sál, bjargið, sem meistarinn byggði musteri sitt á. Það ungmenni, sem sífellt er ánægt með sjálft sig og aldrei finnur til sektar, hvorki gagnvart guði, sjálfu sér, foreldrum sín- um eða öðrum, er ekki þroska- vænlegt ungmenni. Æskulýður, sem er árvakur um eigin skyldur og gætir vel þess neista, sem leynist innst með honum og leitast við að glæða hann eftir föngum, það er æsku-

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.