Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 15

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 15
B L I K Skiltið og hrafninn. Það var árið 1931. Þá áttu for- eldrar mínir heima í Stóru- Breiðuvík við Reyðarfjörð. Eitt sinn fór pabbi út í Vöðla- vík til að finna kunningja sinn. Sú leið er um 18 km. löng. Á leiðinni vildi honum þa'ð til, að bann týndi nafnskilti af frakkan- um sínum. Ekkert er sögulegt við það, en dálítið sérkennilegt, hvar og hvernig skiltið fannst. Það var hálfu öðru ári síðar, að menn okkur kunnugir unnu við vegalagningu uppi á svonefndri Vöðlavíkurheiði. Þar eru kletta- stallar. Eitt sinn lagði einn mann anna leið sína fram með einum klettastallinum, og sér hann þá, að glittir á eitthvað fagurt inni á smábergsyllu. Þetta reyndist vera frakkaskilti. Sér hann þá, að það eru upphafsstafir pabba á því og datt honum strax í hug, áð liann ætti það, án þess að liann vissi, að pabbi hefði tapað skilti. Nú er þyngsta gátan óráðin. Hvernig hefir skiltið borizt alla þessa leið, neðan frá sjó — því að pabbi vissi nokkurnveg- inn, hvar hann hafði tapað því, — upp í klettana á hei'ðinni? Engar líkur þóttu til þess, að þáð hefði borizt þangað af manna- völdum. Álitið var, að krummi hefði 11 borið það í nefinu þessa leið. Þáð er vitað, að hann er mjög hrifinn af gljáandi munum. Jóhann Agústsson I. bekk. — o — Minnisstæð vökunótt. Börnin í Sauðholti í Holtun- um voru fjórtán talsins. Það var eins þar og á öðrum bæjum, að vaka þurfti yfir túninu á vorin, því að það var ógirt eins og alls- staðar annarsstaðar. I Sauðholti voru fjiigur yngstu börnin látin vaka til skiptis, en aldrei fengu þau að vaka öll heldur tvö og tvö í einu. Eitt sinn heyrðu þau, að verið var að tala um „skrímsli.“ Þetta „skrímsli“ átti að hafa gengið upp í Þjórsá þá um vorið. Heyrðu börnin það á samtalinu, áð það væri svo grimmt, að það gleypti bæði menn og skepnur, ef það næði í það. Enginn hafði séð það, en sagt var, að það væri ákaflega stórt og það hefði svo stóran hala, að þegar það sló honum til gengu boðaföllin langt upp á bakkana. Þegar börnin heyrðu þetta, urðu þau ákaflega hrædd, en þó sérstaklega fjögur þau yngstu. Þá um nóttina þorðu þau ekki að vaka ein, þau urðu að biðja pabba að lofa sér að vaka saman,

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.