Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 14

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 14
ÍO B L I K blár að aftan, en hann hafði nefnilega líka setzt í stólinn. Ásdís Sveinsdóttir III. bekk. — o — Lærið að synda. Einu sinni voru tveir drengir, sem áttu heima í afskekktri sveit. Eldri drengurinn, 11 ára, hét Óli en sá yngri, 9 ára, Bjössi. Oft léku þeir sér saman og voru eins og góðir bræður. Óli hafði farið í næsta kaup- tún við sveitina, og hafði lært þar að synda og var mjög hreyk- inn af. Hann stríddi oft Bjössa litla bróður sínum með því, að hann kynni ekki að synda, en Bjössi litli huggaði sig við það, að hann væri svo lítill, að það væri varla von. En hann hét því, að þegar hann yrði eins stór og Óli, skyldi hann læra áð synda. Stórt vatn var skammt frá heimili þeirra bræðra. Eitt sinn var faðir þeirra ekki heima. Hann þurfti að fara til kaup- túnsins í ýmisskonar erindagerð- um. Voru þá bræðurnir úti að leika sér. Mamma þeirra var að starfa við sín vanalegu eldhús- verk og sinnti þeim náttúrlega ekkert, vegna þess að þeir voru atrðnir það stórir, áð þess þurfti ekki með. Bræðurnir fóru þá inn í smiðju pabba síns og fundu þar gamlan og fúinn kassa, en þeir hugsuðu ekkert um það, bara eitt, og það var að komast út á vatnið og sigla. Þeim tókst að ná í kassaræfil- inn án þess áð mamma þeirra yrði þess vör. Þeir tóku tunnu- stafi og höfðu þá fyrir árar. Vatn ið, sem frá er sagt fyrr í sögunni, var nokkuð djúpt, er komið var frá bakkanum. Þeir settu nú ,skip ið‘ á flot og fóru upp í og ýttu frá með tunnustöfunum. Dálítil alda var á vatninu og rak þá skjótt frá landi, en eftir nokkra stund vildi svo óheppilega til, að botninn seig úr kassanum og báð ir drengirnir fóru í vatnið. Nú var gott að kunna svolítið áð synda. Nú sá Óli ekki eftir því og þannig bjargaði hann bæði sér og bróður sínum. Hvernig hefði farið, ef ÓIi hefði ekki kunnað að synda? Hvernig haldið þið, að mömmu þeirra hefði orðið við? Hún vissi ekki annað, en að þeir væru úti að leika sér í góða veðrinu. Og pabbi þeirra, sem var í kauptúninu, það hefði ver- ið köld heimkoma fyrir hann. Það er þessvegna nauðsynlegt fyrir alla, eldri sem yngri, að læra að synda. Sumum finnst það ó- þarfi, en sú íþrótt getur alltaf komið að góðurn notum, þegar minnst varir. Jóna I. bekk. — o —

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.