Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 11

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 11
B L I K / inu og voru farin að búa sig und ir nóttina, því að þessi fagri dag- ur var að kvöldi kominn. En að hugsa sér! Morguninn eftir frétti ég, að búið væri að ræna yndislegu álftarungunum. Þeir höfðu verið teknir áð for- eldrunum ásjáandi, sem flugu þarna yfir á meðan og börmuðu sér sáran, en höfðu ekki bol- magn til að verja þá. Morgun- inn eftir fannst móðirin rétt við tjörnina, með flakandi vængi og brostið hjarta af sorg, vegna missis elsku litlu barnanna sinna. Það var hryggileg sjón að sjá þennan stóra fugl liggja þarna dá inn af sorg. Munum ætíð, að dýrin hafa tilfinningar og geta elskað alveg eins og við, þó að þau geti ekki talað og séu kölluð skynlausar skepnur. Forðumst að vinna þeim mein, en hjálpum þeim, sem hjálparþurfi eru. Anna Sigfúsdóttir II. b. — o — Róðrorferðin. Eg og vinkona mín vorum búnar að ákveða að fara upp í sveit og dvelja þar svolítinn tíma af sumrinu á bæ einum, sem vin kona mín þekkti eitthvað til. Þar bjó bara húsbóndinn einn og ráðskona hans. Ég hlakkaði svo til sumarsins, að ég hugsaði ekki um annað. Vinkona mín hafði sagt mér, hvernig húsbóndinn liti út. Hún sagði, áð hann væri mjög feitur, alveg eins og tunna í vexti og hvíthærður eða ef til vill orðinn gráhærður. Ég fór nú að gera mér í hugar- lund, hvernig hann mundi líta út. Ég hélt, að þetta væri feikna durgur, eigingjarn og ráðríkur, og að allir mundu verða áð lúta vilja hans. En svo fór ég að hugsa með sjálfri mér, að ég mætti ekki hugsa svona ljótt um hann, því að ef til vill væri þetta bezta skinn. Jæja, loksins gátum við lagt af stað. Við fórum með mjólkurbif- rei'ð. þegar bifreiðin nam staðar við hliðið, kemur húsbóndinn ruggandi í allri sinni dýrð niður á stíginn. Ja, sá var nú í gó'ðum holdum. Kinnarnar og ístran gengu upp og niður í takt við ganginn. Hann var í vinnuföt- um með eitthvert pottlok á höfð inu. Blessáður karlinn heilsaði okkur með mestu virktum og bauð okkur í bæinn til að fá okk- ur eitthvað í svanginn hjá henni Fínu, en svo kallaði hann ráðs- konuna sína. Þegar við komum í bæinn, tók Fína á móti okkur. Hún sagði: „Nei, komið þið nú margblessáðar og sælar, skinnin mín; eruð þið ekki voða þreyttar eftir ferðalagið? Mig mundi nú

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.