Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 9

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 9
B L I K þagnaði, stóðu upp þrjár konur, allar með barn á handlegg, og gengu þær upp að altarinu og lagði presturinn blessun sína yfir börnin. Þegar drengirnir höfðu sungið aftur, var kirkjuklukkun- um allt í einu hringt, en um leið laut konan niður að mér eins og hún ætla’ði að hvísla einhverju að mér. En í því vaknaði ég. Sólin var að hníga til viðar. Hún sendi síðustu geisla sína yf- ir þessa eyju. Þegar ég leit við á leiðinni heim, sýndist mér hún glampa á glugga álfakirkjunnar. Þórey Kolbeins Ofanleiti (II. b.) — o — Sigga vinnukona. Þegar ég var lítil, hafði ég sér- staklega gaman af að láta lesa fyr ir mig sögur. Sagan, sem ég var mest hrifin af, heitir „Sigga vinnukona". Hún er í bókinni „Um sumarkvöld" eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Ég var alltaf að bi'ðja fólkið iieima, og þó sérstak- lega afa, að lesa hana fyrir mig. Ég heyrði það á öllu, að bæði hann og aðrir voru orðnir leiðir á sögunni, og ég reyndar líka. En alltaf var afi beztur, þó að hann maldaði oft í móinn. Ég reyndi að blíðka hann með því að segja, að þetta væri í síðasta skipti. Jú, hann féllst á það, en ég verð að segja það, að jrað var oft, jnetta síðasta sinni. Þessi saga var svo skínandi skemmtileg. Ég lærði hana svo áð segja utan að, og þegar afi ætlaði að stytta hana, þá fann ég jrað undir eins, og lét ekki plata mig. Persónur sögunnar urðu svo ljóslifandi fyrir mér í með- ferð afa. Ég sá, þegar Sigga vinnu kona hengdi stóra, ljómandi snotra, köflótta öskupoka á rass- inn á strákunum. Ég sá, þegar Stína gamla og Sigga voru að skera r.iður brauðið inni í búr- inu og strákarnir stóðu á hleri, án þes: að þeir vissu. Og Stína gamla var nærri því tannlaus. Þó sá ég einna gleggst, þegar Sigga og Stína læddust eina nótt að rúminu, sem Lárus unnusti Siggu svaf í, sviptu ábreiðunni af honum og flengdu hann, en ætl- uðu að flengja strákana. Það var aðeins eitt atriði, sem ég gat ekki skilið fullkomlega, og það var, þegar Lárus sat á rúm- inu sínu og kyssti Siggu vinnu- konu. Af hverju varð hún ekki vond við hann? Ég veit, að hún hefði ekki leyft strákunum að gera það, ef greyin hefðu vogað sér slíkt. Nei, hún virtist vera hin ánægðasta og hló og skríkti framan í hann. Þetta var meira en ég gat skilið. En nú held ég, að ég skilji það út í æsar. Ég hefi oft hugsað um það síðan, hvað afi gat verið þolin-

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.