Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 22

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 22
i8 B L I K slytti. SVo útúr drukklinn var hann. Mér varð litið þangað, sem for eldrarnir stóðu, gamlir og niður- beygðir við þessa sjón. Aldrei mun ég gleyma hinni átakanlegu og hryggilegu sjón, er ég sá tárin í augum móðurinnar og titring- inn, sem fór um hinar breiðu herðar föðurins. Hvílík heim- koma! Gömlu hjónin bjuggust ekki við þessu, því að þau höfðu aldrei heyrt, að þessi elskaði son- ur þeirra væri kominn á vald Bakkusi. Seinna frétti ég eftir móðurinni, að hún Iiefði heldur viljað taka á móti syni sínurn liðnu líki, en að fá hann þannig heim. Þessi sorglega saga er því mið- ur alveg sönn. Við unga kynslóð- in verðum að taka höndum sam- an og vernda okkur sjálf og aðra eftir megni fyrir ofurvaldi eiturlyfjanautnarinnar. Það er okkar helgasta skylda gagnvart okkur sjálfum, foreldrum okkar og íslenzka lýðveldinu. M. Ó. III. b. — o — Ég minnist hryllingsins og viðbjóðsins, senr gagntók mig eitt sinn, er mér varð reikað til veitingatjalds „Þjóðhátíðarinn- ar“ eina nótt á þriðja tímanum. Þar gat að líta eitthvað það aupi- asta og mest niðurlægjandi á- stand, sem nokkur maður getur séð. I einu horninu sat maður dauðadrukkinn og hélt á tómri flösku í hendinni. Við borðin sátu menn á stangli í svipuðu á- standi, lágu fram á hendur sér sofandi og ósjálfbjarga. Aðrir, ekki alveg ,,dauðir“, voru að súpa dreggjarnar úr pel- um sínum, hentu þeim síðan frá sér með blóti og formælingum og hófu „söng“ eða ráku upp öskur endur og eins til þess áð lífga sig við. A miðju gólfinu og upp við eina tjaldsúluna hölluðust nokkr ir menn og héldu hver utan um annan sér til stuðnings og ráku upp ámátleg vein, sem átti víst að heita söngur. Ú t við dyrnar undir borði lá maður með kápu yfir sér. „Nei, hættu nú dreng- ur!“ Ég var búinn að sjá nóg. Ég gekk út og fyrir eyrum mér hljómáði söngur þessara vesa- lings manna. Mér fannst ég vera við jarðarför og verið væri að grafa þessa menn. En hvað var nú þetta? Ég datt um eitthvað. Jú, ég hafði reikað í þessum hugsunum mínum inn á milli tjaldanna og hafði dottið um fæt ur manns, sem lá þarna úti á jörðinni meðal annarra. Ég gekk þangað, sem bifreiðarnar stað- næmast. Við og við mæti ég hópi af strákum, sem halda hver um herðar annars og slaga til og frá og há-„syngja“ eða orga. Ég

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.