Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 27

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 27
B L I K 23 Þegar Friðrik Jesson lét af störfum sem félagsforingi Faxa, gerðist Þorsteinn Einarsson, nú- verandi íþróttafulltrúi, forystu- maður félagsins. Mun hann eiga drjúgan þátt í, hversu giftusam- lega tókst a'ð fleyta því yfir byrj- unarörðugleikana. Þegar Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur árið 1941, tók Ffelgi Þorláksson við starfi hans um hríð, en síðan séra Jes Gíslason. Hann starfaði sem félagsforingi, þar til seint á árinu 1946, er breyting var gerð á lögum „Faxa“ og honum skipt í tvær deildir. Þá varð Sigurjón Krist- insson, einn af stofnendum fé- lagsins, félagsforingi, en séra Jes varð félagsráðsformaður. Ári'ð 1941 hófu kvenskátar að starfa innan félagsins. þeir störf- uðu undir sömu stjórn og dreng- irnir, og mun „Faxi“ vera fyrst ís lenzkra skátafélaga með þesskon ar skipulagi. Eftir að stúlkurnar bættust í hópinn, hafa þær átt mikinn þátt í að gera félagið svo öflugt, sem það nú er. Félagatalan hefur fimmfaldast frá stofndegi, en nú mun það telja 121 starfandi skáta. í Reykjavík starfar flokkur úr Faxa. Nefnist hann „Útlagar". I honum starfa þeir skátar héðan að heiman, sem dvelja í Reykjka- vík við nám, eða af ö'ðrum ástæð- um. Frá upphafi hefur félagið átt við mikil húsnæðisvandræði að stríða. Fyrst í stað fékk það að lialda fundi sína í Gagnfræðaskólan- um. Enn í dag eru haldnir sveita- og deildarfundir þar. Á skóla- stjórinn, Þorsteinn Þ. Víglunds- son, miklar þakkir skildar fyrir þá rniklu hjálp, sem hann hefur veitt félaginu frá byrjun. Árið 1942 keypti félagið skála sinn, Hraunprýði, hér vestur í hrauni. Voru gerðar á honum talsverðar breytingar og er hann nú hinn glæsilegasti. Hraunprýði er mjög hentugt til sumarstarfsemi félagsins, úti- legu og gönguferða, en vitaskuld getur hún ekki fullnægt þörfum félagsins á fundahúsi sakir þess, hve langt hún er frá bænum. Það hlýtur því að verða takmark fé- lagsins að eignast húsnæði, sem í öllu fullnægi þörfum þess. Skátafélagið Faxi hefur frá öndverðu reynt að starfa eftir grundvallarreglum skátahugsjón arinnar, skátalögunum og heit- inu. Um hitt má vafalaust deila, hvort það hefur tekizt. Innan félagsins hefir alla tíð verið algert bindindi. Frá fyrstu tíð hefir Faxi haft mörgum á- gætis starfskröftum á að skipa og hafa þar ýmsir örðum fremur skarað fram úr. Af stofnendum félagsins eru

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.