Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 24

Blik - 01.04.1948, Blaðsíða 24
20 B L I K En hingað til hefir aðeins ver- ið tala'ð og skrifað, öllum ber saman um hættuna, en ekkert er framkvæmt. Menn horfa á Bakkus leggja hvert heimilið af öðru í rústir, breyta efnilegum unglingum í lífsþreytta og vonsvikna vesal- inga, en hví er ekkert að gert, til þess að létta oki hans af þjóð inni? Hér í Vestmannaeyjum er á- standið í þessum málum svipað og annarsstaðar. þess eru mörg dæmi, að unglingar á fermingar- aldri neyti tóbaks, og ekki líður þá á löngu, áður en áfangið fylg- ir í kjölfarið. Tóbakið er einskonar fram- vörður áfengisins, það veikir við námsþrótt mannsins gegn Bakk- tisi, ryður honum braut. Það er staðreynd, að fáir dans- leikir eru haldnir hér í Eyjum, :vo að áfengið setji ekki sinn glögga svip þar á. Menn segjast ekki geta skemmt sér, nema und- ir áhrifum víns. Þetta er eitt hrópandi dæmi um ástandið, eins og það er nú. Menn geta ekki skemmt sér, nema undir áhrifum eiturlyfs, sem sviptir þá ráði og rænu. Við Vestmannaeyingar og Islending- ar í heild höfum ekki efni á að fórna fleiri unglingum á altari \ínguðsins. Það þarf að hefjast handa og það strax. „Hvað á að gera?“ segja menn. Fyrst og fremst þarf áð skapa hér heilbrigt almenningsálit, sem ekki dæmir þá menn vit- lausa ofstækismenn, sem beita sér gegn Bakkusi. Og í öðru lagi þarf að stöðva áfengisflauminn í landinu, jafn- vel þótt ríkissjóður verði að fórna þeim Júdasarpeningum, sem hann fær fyrir áfengissöl- una. Hér dugar ekki innantómt orðagjálfur, hér verða verkin að tala. E. V. B. III. b. — o — Það er hörmulegt til þess að vita, hvað tóbaks og áfengis- neyzla hefur aukizt hér á landi á síðastliðnum árum, einkum meðal æskufólks. Peningaflóðið, sem skapazt hef ur á stríðsárunum, á tvímæla- laust sinn þátt í því, sem orðið er. Þegar allir hafa nóg af pening- um, kemur einhver lausung á fólkið, mest á hina óhör'ðnuðu æsku, sem hefur ekki myndað sér neina fasta skoðun ennþá. Sumir eru svo langt leiddir, að þeir geta ekki farið á dans- leik eða þess háttar skemmtanir, nema vera undir áhrifum víns. Fyndist mér sjálfsagt að banna drukknum mönnum aðgang að slíkum skemmtunum. Eins geta stúlkurnar teki'ð sig saman um,

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.