Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 4
2
B L I K
Ég þykist mega fullyrða, að
á undanförnum árum hafi hlut-
fallslega ekki stærri hundraðs-
hluti nemenda Gagnfræðaskól-
ans hér fallið við vorpróf en í
öðrum sambærilegum skólum
í landinu. Hinsvegar verður því
ekki neitað, að með auknum
nemendafjölda í skólanum og
vaxandi útgerð í bænum með
öllu því, sem þeirri þróun fylg-
ir, svo sem sívaxandi aðstreymi
vertíðarfólks, drykkjuskap,
lauslæti og ýmsum öðrum þátt-
um ómenningarlífs, hefur
fræðslu- og uppeldisstarf kenn-
araliðs bæjarins sízt auðveldazt.
Að þessu mun ég koma síðar í
máli mínu.
Samkv. staðfestri opinberri
reglugjörð þarf unglingurinn að
hljóta 4 í skriflegri íslenzku og
reikningi og svo 4 í aðaleinkunn
til þess að standast hið svo-
kallaða unglingapróf.
Haustið 1958 tók Gagnfræða-
skólinn við 89 nýnemum (13
ára börnum) úr barnaskólan-
um. Þeim var skipað í deildir
sem hér segir: 27 nem. í A-deild
(verknámsdeild), 26 nem. í B-
deild (verknámsdeild) og 36
nem. í C-deild (bóknámsdeild).
Sökum þess 'hve aðaleinkunn-
ir þessa barnahóps voru lélegar,
þótti hyggilegast að hafa tvær
verknámsdeildir í 1. bekk skól-
ans. Var þá lögð til grundvallar
einkunnaskrá barnaskólans, en
hún hefur um árabil reynzt
yfirleitt sannsögul um getu
nemenda til náms.
Þessi unglingahópur þreytti
síðan unglingapróf á s.l. vori.
Nokkur flutningur milli bekkja
hafði átt sér stað. Heildarút-
koman í prófunum varð þessi:
Af 20 nemendum, sem þreyttu
próf í verknámsdeildinni 2. A,
stóðust 7 prófið, 9 nemendur
féllu og 4 gáfust upp eða luku
ekki prófi. Af 24 nemendum,
sem þreyttu próf í verknáms-
deildinni 2. B, stóðust 16 prófið
en 5 nem. féllu og 3 nem. gáfust
upp í miðju prófi. Af 36 nem-
endum í 2. C, bóknámsdeild-
inni, stóðust 32 nemendur próf-
ið, 3 nemendur féllu og einn
nemandi veiktist stuttu fyrir
próf. Fimm nemendur hættu
námi fyrir próf í 2. bekk A,
fyrir atbeina foreldra sinna,
þar sem ég krafðist þess, að
nemendur þessir lytu reglum í
skólanum og stunduðu nám sitt
með stundvísi og reglusemi,
eftir því sem geta þeirra hrykki
til. Þetta bar við í skólanum
nokkrum dögum áður en ung-
lingaprófin skyldu hefjast og
þessir nemendur með öðrum
inna af hendi fyrstu skyldu
sína við þjóðfélagið og tryggja
sér um leið full réttindi í því.
Islenzkur unglingur, sem ekki
hefur lokið skólaskyldu, er í
rauninni aumkunarverður.
Flest sund reynast honum lok-
uð, ef 'hann hefur annars mann-
i