Blik - 01.05.1961, Page 5
B L I K
3
dóm til að knýja nokkurs stað-
ar á sér til frama og gengis. I
þessu sambandi minnist ég þess,
að eitt vorið voru tveir 14 ára
drengir teknir úr skólanum fyr-
irvaralaust sökum þess eins, að
ég reyndi að tala um fyrir þeim,
þar sem þeir höfðu hafið tó-
baksneyzlu. Þannig voru þeir
einnig sviptir þeim réttindum,
sem unglingaprófið veitir ís-
lenzkum æskumanni samkvæmt
lögum. Það ber að harma, þeg-
ar svo lítill skilningur er ríkj-
andi varðandi hinar fyrstu og
allra minnstu skyldur æsku-
manns gagnvart sjálfum sér og
þjóðfélaginu.
Margir nemendur í 3. bekkj-
ar deildum stóðust heldur ekki
próf á s.l. vori.
Það er ofureðlilegt, að bæjar-
búar undrist hið mikla hrun við
prófið á s.l. vori og spyrji bæði
sjálfa sig og aðra. Eg hefi
reynt að svala forvitni þeirra
og benda þeim á staðreyndir.
Það hefur leitt til þess, að fast-
ari tökum er nú tekið á þessum
málum öllum en í fyrra.
Allir hlutir eiga sér tak-
mörk, og þá einnig geta okkar
kennaranna til kennslu og að-
halds nemendum.
Á undanförnum árum hefur
vissum spillingaröflum í þess-
urn bæ verið gefinn laus taum-
urinn, svo að til niðurrifs og
vandræða horfir um allt upp-
eldi og fræðslustarf í bænum.
Kennarar og foreldrar, skól-
arnir og heimilin fá ekki lengur
rönd við reist. Spillingaröfl
þessi voru orðin svo sterk í
fyrra, að þau voru okkur um
megn. Þau höfðu náð ótrúleg-
um tökum á nokkrum hluta
nemendanna, enda þótt við
hefðum lítið undan þessu unga
fólki að kvarta, meðan það var
í skólanum.
Vissum mönnum hér 1 bæ
leiðst í fyrra að stunda eins-
konar nytjun á æðistórum hópi
af æskulýð bæjarins, með því
að þeir fengu að reka hér öl-
krár án flestra takmarkana alla
tíma ársins. Mjög margir ung-
lingar afhentu þessum mönn-
um flesta aura sína fyrir öl-
föng, tóbak og sælgæti. Þar að
auki reyta þessir unglingar úr
vasa foreldranna drjúgan skild-
ing í sama skyni, svo að af
hljótast leiðindi og jafnvel ó-
friður á heimilum. I ölkrám
þessum eyddu unglingarnir
þeim stundum, sem þeim ann-
ars bar að nota til náms heima
og annarra skyldustarfa.
Meiri hluti þeirra unglinga,
sem ekki stóðust próf hér í
Gagnfræðaskólanum á s.l. vori,
höfðu varið 3—6 tímum svo að
segja daglega langan tíma úr
vetrimun í ölkránum í bænum.
Þar var veitt fram á nætur.
I ölkrám þessum eru spillt-
ustu og frökkustu unglingarnir
heimaríkastir. Unglingamir,