Blik - 01.05.1961, Page 6
4
B L I K
sem mistekizt hefur að ala vel
upp, verða þar áhrifaaðilar,
sem orka á hina til niðurrifs
og spillingar.
Hin miklu áhrif ölkránna
leyndust ekki í fyrra í skóla-
starfinu og í daglegri fram-
komu æskulýðsins á götum bæj-
arins, þó að nemendur yfirleitt
lytu aga í skólanum og væri
ekkert undan þeim þar að
kvarta. En það eru ljósar stað-
reyndir, að þetta niðurrifsstarf
þeirra, sem ölkrárnar reka, og
öll sú óhamingja, sem af rekstri
þeirra stafar heimilum og for-
eldrum í bænum, tortímir einn-
ig öllum árangri af skólagöng-
unni hjá æði mörgum ungling-
um. Töluverður hluti þessara ó-
gæfusamlegu ungmenna, sem
verður ölkránum og götulífinu
að bráð, verður eins og á milli
steins og sleggju. Annars vegar
eru kröfur skólans og heimil-
isins um skyldurækni, aga og
ástundun með prófin yfir höfði.
Hins vegar eru freistingamar
og agalaust líf í ölkrám bæjar-
ins við látlaust ölþamb, sæl-
gætisát, reykingar, gaspur og
glamur. Þetta líf leiðir síðan
til ennþá hraksmánarlegri spill-
ingar utan við veggi ölkránna,
þegar á kvöldið líður — spilling
ar, sem margir foreldrar gera
sér ekki grein fyrir, því miður.
Því verður heldur ekki neit-
að, að með aukinni útgerð og
auknu aðstreymi aðkomufólks
á vertíðum fer svall og ólifn-
aður æ í vöxt í bænum. Þetta
ómennskulíf heltekur hugi
margra unglinga á gelgjuskeið-
inu. Ekki lesa þeir námsbæk-
urnar eða læra, meðan þeir
eru að hugsa og njósna um líf
og hætti þessa siðspillta fólks,
sem þannig hagar sér. Hugur
þessara æskumanna fyllist ann-
arlegum hugsunum. Ekkert
annað kemst þar að.
Þá má minnast á sumarvinnu
barna hér og unglinga. I sum-
ar var hér veðurblíða dag eftir
dag og viku eftir viku. Segja
má, að sólskinið ríkti hér svo
mánuðum skipti. Flestar þessar
sólskinsvikur voru fiskstöðv-
arnar hér eða hraðfrystihúsin
rekin að langmestu leyti með
vinnuafli barna og unglinga.
Þarna var þessi æskulýður lok-
aður inni allan daginn og svipt-
ur þannig sólskininu, útiloftinu
og öllum styrk þeim og þrótti,
sem það rná veita uppvaxandi
æskulýð. Börnin og unglingarn-
ir voru látin hefja vinnu kl. 8
að morgni. Þau voru látin vinna
til lágnættis nótt eftir nótt.
Mikinn hluta sumarsins nutu
þau þannig um 7 tíma hvíldar.
Getur þetta í rauninni átt sér
stað hjá menningarþjóð upp úr
miðri 20. öldinni?
Hvaða hneigðir og öfl eru
hér að verki? Hvaða hugsun og
hvaða hvatir leynast að baki
þessari barnaþrælkun ?