Blik - 01.05.1961, Síða 7
B L I K
5
Við blessum vinnuna og það
ber okkur að gera. Og við dá-
um þann æskulýð, sem vill
vinna. Ég finn einnig. til með
þeim atvinnurekendum, sem
skortir vinnuafl til þess að geta
nýtt að fullu fyrirtæki Isín,
ekki sízt þegar þau eru grund-
völlur mikils atvinnulífs í bæj-
arféla.gi, eins og hér í Eyjum.
En ég get ekki orða bundizt,
þegar rekstur þeirra hefur í
för með sér þrælkun á upp-
vaxandi æskulýð, — barna-
þrælkun, sem einna helzt minn-
ir á systur sína í upphafi iðn-
byltingarinnar í Englandi á 17.
öld og fræg er að endemum í
sögu mannkynsins.
Við þessum börnum og ung-
lingum taka svo skólarnir að
haustinu. Innan veggja þeirra
er þetta æskufólk lokað flesta
daga vetrarins. Það hefur nám
að haustinu svipt mest allri
sumarsól og úttaugað af þreytu.
Nemendur þessir reynast þrótt-
lausir við námið og námsleið-
inn og þreytan gera snemma
vart við sig. Þeir rísa ekki
undir kröfum þeim, sem skól-
unum er skylt að gera til þeirra.
Þá taka ölkrámar við. Þar er
hægt að dreifa áhyggjum og
eyða tímanum, og nú koma
hinir miklu vasapeningar frá
sumrinu sér vel. Þannig vinnur
þetta allt í sameiningu gegn
skólastarfinu. Geti svo skól-
arnir ekki eftir sem áður veitt
ungviðinu þá fræðslu og það
uppeldi, sem þeim er ætlað, er
sökin sett á þá en ekki minnzt
á umhverfið og allar aðstæður.
Þannig hefur verið grátið og
tönnum gníst, vælt og volað,
kært og klagað yfir kröfum
mínum og skólans til nemend-
anna um ástundun og skyldu-
rækni, en ekki hefi ég heyrt
nema einn föður minnast á
bölvun þá, sem stafar af öl-
kránum og umhverfi því, sem
skólinn starfar í í stærstu ver-
stöð landsins á langri vertíð.
Þessi eini faðir skildi vel, hvílík
mæða og andstreymi steðja að
þeim hjónum vegna niðurrifs-
starfs vissra manna í bænum
og vildi feginn mega brjóta
mélinu smærra öll tæki og allt
hafurtask hinna ófyrirleitnu.
Svo heitt var honum 1 hamsi.
Eitt er hér enn ótalið, sem
stundum hefur valdið erfiðleik-
um í starfi. Á seinni árum er
það alltof algengt, að mæður
hér vinni úti, vinni utan við
heimilið, ekki sízt á vertíð.
Börnin og unglingarnir koma
að mannlausu húsi, þegar þau
koma úr skólanum. — Tómleik-
inn heltekur hina ungu og við-
kvæmu sál. — Mamma er ekki
heima. Enginn heima. „Ég hef
enga sál til þess að setjast að
heima við lestur. Ég fer þá
heldur í ölkrána til þess að
dreifa timanum eða drepa
hann.“ Þessi orð eru tekin orð-