Blik - 01.05.1961, Page 8
6
B L I K
rétt upp úr stílum nemenda. Þó
nokkrir nemendur 'hafa látið
þessa hugsun sína í ljós í rit-
gerðum sínum. Ég finn til með
þeim. Þeir hafa mikið til síns
máls. Ég skil þá vel. það eru
ekki allar syndir Guði að
kenna í uppeldismálum. Síður
en svo.
Sem betur fer er það mikill
minni hluti mæðra, sem er
með þessu merki brenndur, en
of stór þó. — Veit ég vel,
að margar húsmæður og mæð-
ur í bæ þessum hafa mikla
þörf á umræddri vinnu og eru
í alla staði virðingarverðar fyr-
ir dugnað sinn og atorku. En í
þessum efnum eiga þær ekki
allar óskilið mál.
Jafnframt öllu þessu ófremd-
arástandi í uppeldis- og fræðslu-
málum bæjarins, er ég nú hefi
drepið á, er því ekki að leyna,
að óregla unglinga hér hefir
farið vaxandi ár frá ári, þó lík-
lega ekki meira hér en víða
annars staðar í landi voru. Það
hefur átt sér stað, að við höfum
fengið unglinga í skólann, sem
neytt hafa víns öðru hvoru
allan veturinn. Samkvæmt anda
fræðslulaganna eiga slíkir ung-
lingar ekki að vera í skóla með
heilbrigðum unglingum, því að
þeir geta verið öðrum hættu-
legir, — haft spillandi áhrif á
þá- Enda 'hefi ég ávallt reynt
að losa skólann við þá svo
fljótt, sem því hefur verið við
komið, þótt það hafi stundum
kostað óvild og jafnvel hatur.
Um það tjóar ekki að hirða.
Hver sá, sem reka á ungmenna-
skóla í stærstu verstöð lands-
ins á vertíð, verður að halda
stofnuninni fljótandi ofan á
umhverfinu. hvað sem tautar
og á hverju sem gengur. Og
nái vertíðarskólpið að skvett-
ast inn fyrir borðstokkinn,
verður að ausa því út samstund-
is. Að öðrum kosti er stofnunin
búin að vera sem uppeldis- og
fræðslustofnun.
Ekkert af þessum einkenn-
um tímans, sem hér var drepið
á varðandi æskulýðinn, heimilin
og æskumálin, þurfti ég að
stríða við fyrstu 28 árin min
hér í Eyjum. Breytingarnar til
hins verra í þessum efnum á
seinustu árum eru mjög at-
hyglisverðar.
Ég þykist hafa þreilaö a því;
að foreldrum hér í bæ er þetta
allt meira og minna ljóst. Þá
margra ára reynslu hefi ég af
manndómi þessa fólks, að ég
veit, að það binzt nú samtök-
um með kennurum, skólum,
prestum og öðrum, sem vinna
vilja til bóta á þessu ástandi og
bjarga æskulýð bæjarins frá
frekari niðurlægingu og ó'ham-
ingju. I fyrra haust boðaði
Gagnfræðaskólinn til foreldra-
fundar, þar sem þessi mál öll