Blik - 01.05.1961, Side 9
B L I K
7
voru tekin til umræðu og álykt-
unar. Ekki færri en 160 for-
eldrar frá næstum jafnmörgum
heimilum sóttu þennan fund.
Þar virtist áhuginn brennandi
og skilningur glöggur og góður
á þessum málum. Bæði innan
veggja skólans og utan fannst
mikill og góður árangur af
fundi þessum. Einn kennari
skólans, sem hefur áhrifaað-
stöðu í bæjarstjórn, beitti sér
fyrir stofnun tómstundaheimil-
is handa æskulýð bæjarins.
Jafnframt beitti hann sér fyrir
því, að setur unglinga á öl-
kránum yrðu takmarkaðar með
afgreiðslubanni. Það tók æði-
langan tíma að koma þessu öllu
í framkvæmd, en það hefur
tekizt fyrir góðan vilja og
góðan skilning bæjarstjórnar
og annarra málsmetandi
manna.
Við, sem hér erum búsett,
teljum rúmlega 4600 manns.
Sem svarar helmingi þessa
mannfjölda eða þar um bil
kemur hingað árlega á vertíð
nú síðustu árin frá flestum
landshlutum. Mikill meiri hluti
þessa aðkomufólks er ágætt
fólk, vinnugefið, reklusamt og
siðprútt. Hinsvegar verður því
ekki neitað, að nokkur hluti
aðkomufólksins er sori þjóðfé-
lagsins, sem segir fljótt til sín,
þegar hingað er komið.
Mjög áberandi er aukinn
drykkjuskapur aðkominna ung-
menna, sem hér dveljast á ver-
tíð, sérstaklega ungra kvenna.
1 fyrra vetur á vertíð var það
orðin segin saga, ef dansleikir
voru í Samkomu’húsinu, að
yngri og eldri biðu í hópum ut-
an við dyr Samkomuhússins kl.
2 að nóttu, er dansleik lauk, til
þess að sjá dauðadrukkinn
mannfjöldann veltast fremur
en ganga út úr húsinu. Það
vakti alveg sérstaka forvitni
að sjá og vita, hve margar ung-
ar stúlkur væru bornar út
„dauðar“ sökum áfengisnautn-
ar að loknum dansleik. Sú var
niðurlæging mest bæjarfélaginu
og þjóðfélaginu, og hún vakti
mesta spennu. Mannssálin er
sérkennilegt fyrirbrigði!
Gagnfræðaskólinn í Vest-
mannaeyjum hefur nú starfað
hér í 30 ár. Allan þann tíma
hefur það verið hlutskipti mitt
að bera hita og þunga þessa
langa dags. Kennarar hafa
komið og farið eins og gengur,
en ég hef þraukað, hvað sem á
hefur dunið. Og satt að segja,
nemendur mínir, hefur það
ekki verið erfitt að þola þann
hita og þunga, léttara en flest-
ir hafa ímyndað sér eða gert
sér grein fyrir. Því veldur fyrst
og fremst ’hið ánægjulega sam-
starf mitt við þann mannvæn-
lega æskulýð, sem hér hefur
numið og starfað. Þau sam-